Fara í efni

Hafnarstjórn

33. fundur 20. ágúst 2001 kl. 10:00

Hafnarstjórn Skagafjarðar
Fundur 33 – 20.08. 2001

 

Ár 2001, hinn 20. ágúst,  kom Hafnarstjórn saman til fundar kl. 10.00 árdegis.

Form. Pétur Valdimarsson setti fund og bauð nýjan sveitarstjóra, Jón Gauta Jónsson, velkominn til fyrsta fundar í Hafnarstjórn.

 

Fyrir fundi liggur svohljóðandi

DAGSKRÁ:

  1. Tilboð í verkið "Hofsós - lenging þvergarðs".
  2. Tilboð í verkið "Norðurgarður - stálþil".
  3. Bréf frá Kaupfél. Skagf., dags. 18.07.2001, áður á dagskrá
    hafnarnefndar 27.07.01.
  4. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Form. gerði grein fyrir fyrirl. tilboði frá Víðimelsbræðrum og Co, upp á kr. 4.949.350,- (eitt tilboð). Umræða um grjótnám vegna framkv. Tilboð er nokkru hærra en kostnaðaráætlun, sem hljóðar upp á 3.816.000,-. Mism. orsakast vegna aðfanga til verksins.

Hafnarnefnd samþykkir að gengið verði til samn. við Víðimelsbræður á grunni framlagðs tilboðs.

 

2. Form. fór yfir, ásamt Hallgrími Ingólfssyni, fyrirliggjandi tilboð í verkið "Norðurgarður - stálþil". Sjö tilboð bárust, þrjú voru opnuð á Skr. og fjögur á Siglingastofnun.

Kostnaðaráætlun verkk. kr. 36.182.980,-

Lægsta tilb. átti Elinn ehf  kr. 29.929.560,-

Önnur tilboð: Óstak & Króksverk kr. 49.128.100,- Víðimelsbræður ehf kr. 40.138.570,- Isar ehf, Hafnarf. kr. 42.435.030,- Gáma- og tækjaleiga Austurlands kr. 36.619.100,- Hagtak hf, Hafnarf. kr. 35.868.680,- Guðl. Einarsson ehf, Hafnarf. kr. 35.933.520,-.
Hafnarnefnd samþ., að fengnu samþ. Siglingastofnunar, að ganga að tilb. Elins ehf kr. 29.929.560,-, sem er ca 83% af kostnaðaráætlun.

 

3. Bréf frá Kaupf. Skagf. varðandi lóð á hafnarsvæði - áður á dagskrá 18. og 27. júlí sl.

Hafnarnefnd samþykkir að hafna beiðni Kaupfélags Skagfirðinga, þar sem hún telur þá starfsemi, sem fyrirhuguð er, ekki samrýmast því starfi sem fram fer á hafnar­svæðinu, einnig með tilliti til nándar við matvælaframleiðslufyrirtæki, sem starfa á svæðinu. Auk þess er staðs. bílaverkst. ekki í samræmi við áður samþ. deiliskipulag.

 

4. Önnur mál - engin.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Björn Björnsson ritar                           Jón Gauti Jónsson       

Pétur Valdimarsson                            Hallgrímur Ingólfsson

Brynjar Pálsson

Eiríkur Jónsson

Gunnar Valgarðsson