Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

31. fundur 29. júní 2016 kl. 10:40 - 11:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sigríðarstaðir 146882 - Umsókn um niðurrif mannvirkja.

Málsnúmer 1606250Vakta málsnúmer

Fyrir er tekið erindi frá Runólfi Sigurðssyni kt. 070539-2689 eiganda Sigríðarstaða í Flókadal varðandi niðurrif mannvirkja á jörðinni. Mannvirkin sem um ræðir og óskað er eftir að rífa eru fjós, matshluti 09, hlaða og súgþurrkun matshluti 10, fjárhús með áburðarkjallara matshluti 11 og blásarahús matshluti 12. Erindið samþykkt.

2.Helluland - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1606161Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 13. júní 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Baldri Reyni Sigurðssyni kt 261272-5129 fh. Hvítu Villunar ehf. Kt 580314-0660. Umsögnin er um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu í flokki 1 í íbúðarhúsi að Hellulandi, matsnúmer 214-2383 04. Forsvarsmaður er Baldur Reynir Sigurðsson. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

3.Aðalgata 12 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1605150Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Svanhvítar Gróu Guðnadóttur kt. 100570-3359, dagsett 17. maí 2016. Umsóknin erum leyfi til að skipta um glugga, einangra og klæða utan einbýlishúsið Aðalgötu 12 á Sauðárkróki , fastanúmerið 213-1126. Í umsókn dagsettri 17. maí s.l. kemur fram að húsið verður einangrað og klætt Canexel utanhúsklæðningu. Fyrir liggja umsagnir Minjastofnunnar Íslands sem ekki gerir athugasemdir við að húsið verði klætt utan með Canexel klæðningu og samþykkir Minjastofnun þá gluggagerð frá BYKO sem fyrirhugað er að nota. Byggingarleyfi veitt með þeim skilyrðum að verkið verði unnið í samráði við Minjastofnun eins og óskað er í umsögn Minjastofnunar.

4.Kleifatún 10 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1606054Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Heiðars Arnars Stefánssonar kt. 040281-5929 og Gunnhildar Ásu Sigurðardóttur kt. 091181-3209, dagsett 7. júní 2016. Umsókn um leyfi fyrir breyttri hönnun einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 10 við Kleifartún. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni, kt. 171160-3249. Uppdrættir eru í verki nr.7753, númer A-100, A-101, A-200 og A-201, dags. 7. júní 2016. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:45.