Fara í efni

Helluland - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1606161

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 745. fundur - 16.06.2016

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1606157, dagsettur 13. maí 2016 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Baldurs Reynis Sigurðssonar, kt. 261272-5129, Hellulandi, 551 Sauðárkrókur, f.h. Hvíta villan ehf. kt. 580314-0660, um leyfi til að reka gististað, heimagistingu í flokki I að Hellulandi, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 31. fundur - 29.06.2016

Lagt fram tölvubréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 13. júní 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Baldri Reyni Sigurðssyni kt 261272-5129 fh. Hvítu Villunar ehf. Kt 580314-0660. Umsögnin er um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu í flokki 1 í íbúðarhúsi að Hellulandi, matsnúmer 214-2383 04. Forsvarsmaður er Baldur Reynir Sigurðsson. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016

Afgreiðsla 745. fundar byggðarráðs staðfest á 344. fundi sveitarstjórnar 29. júní 2016 með níu atkvæðum.