Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

33. fundur 19. ágúst 2016 kl. 08:00 - 09:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Háahlíð 13 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1607037Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Ásgeirs Björgvins Einarssonar kt. 180257-5359 og Sigríðar Elínar Þórðardóttur kt. 091060-3109, dagsett 8. ágúst 2016. Umsóknin er um leyfi til að byggja stoðveggi á lóðarmörkum vestur- og suðurhluta lóðarinnar Háahlíð 13 á Sauðárkróki, ásamt því að steypa veggi fyrir verönd við suðaustur innhorn hússins. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á teiknistofunni Húsagerð og Skipulag af Gunnari Einarssyni kt. 020550-2369 og Tæknivangi ehf. af Magnúsi Gylfasyni kt. 201251-4199, dagsettir í júní og júlí 2016. Fyrir liggur samþykki eiganda aðliggjandi lóða. Erindið samþykkt. Byggingarleyfi veitt.

2.Ljósheimar 145954 - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1608074Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 11. ágúst 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þrastar Jónssonar kt. 060371-3699, f.h. Þ. Jónsson slf., kt. 530614-0850. Umsóknin er um um leyfi til að reka gististað í flokki V, gistiskála, og samkomusal í Félagsheimilinu Ljósheimum við Sauðárkróksbraut. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

3.Birkihlíð 2 - umsagnarbeiðni v/ rekstrarleyfis

Málsnúmer 1608114Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 17. ágúst 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ragnheiðar Ólafar Skaptadóttur kt. 291182-3729. Umsóknin er um um leyfi til að reka gististað í flokki I, heimagistingu í hluta neðrihæðar Birkihlíðar 2 á Sauðárkróki. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

4.Gil 145930 Umsókn um byggingarleyfi- geymsluskýli

Málsnúmer 1608129Vakta málsnúmer

Ólafur E. Friðriksson, sæki fh Gislbúsins ehf. um leyfi til að byggja geymsluskýli á jörðinni samkvæmt meðfylgjandi gögnum, sem eru: Aðaluppdráttur og afstöðumynd blað A-101 burðarvirkjauppdráttur B-101. Uppdrættir unnir hjá Stoð ehf verkfræðistofu dagsettir 17. ágúst 2016. Byggingaráform samþykkt og byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 09:00.