Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

39. fundur 22. desember 2016 kl. 10:00 - 11:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Litla-Gröf (145986) - Umsókn um breytta notkun byggingarleyfi.

Málsnúmer 1611167Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Lindu Bjarkar Jónsdóttur kt. 260277-4809, sem er ein af eigendum Litlu- Grafar með landnúmerið 145986. Umsóknin er um leyfi til að breyta útihúsi á jörðinni í ferðaþjónustuhús. Skipulags- og byggignarnefnd samþykkti á fundi sínum 9. desember sl. breytta notkun.

Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Uppdrættir eru í verki númer 770502, nr. A-100, A-101 og A-102, dagsettir 16. nóvember 2016. Byggingaráform samþykkt.



2.Smáragrund 2A - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1612161Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Atla Gunnars Arnórssonar hjá Stoð ehf. Verkfræðistofu, f.h. Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Umsókn um leyfi til að byggja yfir útskot sem áður var aðalinngangur Áfengis- og tóbaksverslunarinnar að Smáragrund 2 á Sauðárkróki. Einnig sótt um að útbúa sorpgeymslu í útskoti við vöruhurð og klæða húsið utan með álklæðningu. Framlögð gögn eru dagsett 6. desember 2016. Byggingaráformin samþykkt.



3.Lindabær(búm.safn) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1612169Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsettur 19. desember 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigmars Jóhannssonar kt.100447-3129, f.h. Búminjasafnsins Lindabæ kt. 471215-1710. Umsóknin er um leyfi til að reka veitingastað í flokki I í Búminjasafninu Lindabæ að Lindabæ (186799) í Skagafirði. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

Fundi slitið - kl. 11:00.