Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

46. fundur 28. apríl 2017 kl. 08:00 - 09:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Narfastaðir (215816) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1704151Vakta málsnúmer

Bergur Gunnarsson kt. 140769-3209 og Rósa Vésteinsdóttir kt 050272-3979 eigendur Narfastaða lands, landnr. 215816 sækja um leyfi til að byggja aðstöðuhús við íbúðarhús sem stendur á lóðinni. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Trausta Val Traustasyni kt. 160783-5249 og Þóri Guðmundssyni kt. 040381-5389. Uppdrættirnir eru númer A01 og A02 dagsettir 17.04.2017.Byggingaráformin samþykkt.





2.Kleifatún 6 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1704129Vakta málsnúmer

Svavar Björnsson kt. 250785-3139 sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 6 við Kleifatún. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni kt. 040381-5389. Uppdrættirnir eru númer 101 og 102 dagsettir 2017.01.04. Byggingaráformin samþykkt.

3.Kleifatún 12 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1704127Vakta málsnúmer

Sigurpáll Aðalsteinsson kt. 081170-5419 og Kristín Magnúsdóttir kt. 230476-5869, sækja fh. Videosports ehf. kt. 470201-2150 um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 12 við Kleifatún. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni kt. 040381-5389. Uppdrættirnir eru númer 101 og 102 dagsettir 2017.01.04. Byggingaráformin samþykkt.

4.Eyrarvegur 18 - viðbygginga - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1704021Vakta málsnúmer

Jón Eðvald Friðriksson framkvæmdastjóri sækir fh. FISK Seafood ehf. kt. 461289-1269 um leyfi fyrir viðbyggingu, vestan núverandi kæligeymslu á lóð félagsins við Eyrarveg nr. 18 á Sauðárkróki. Framlagður aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni, kt. 171160-3249. Númer uppdrátta eru A-100 til A-104 í verki nr. 494001, dags. 4. apríl 2017. Byggingaráformin samþykkt.

5.Lónkot 146557 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1703222Vakta málsnúmer

Með tölvubréfi dags. 16.03.2017 óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra eftir umsögn um umsókn Júlíu Þ. Jónsdóttur kt. 221182-4489, fyrir hönd Lónkots Sveitaseturs ehf. kt.461015-0260. Umsókn um leyfi til að reka gististað í flokki II og veitingastað í flokki II að Lónkoti 566 Hofsós. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að rekstrarleyfi verði einungis veitt til 1. janúar 2018.

6.Steinn 220436 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1704180Vakta málsnúmer

Með tölvubréfi dags. 26.04.2017 óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra eftir umsögn um umsókn Gústavs Bentssonar kt. 200372-5659, Steini 551 Sauðárkróki. Umsókn um leyfi til að reka gististað í flokki II í parhúsi að Steinn lóð 1, fastanr. eignar 230-2328. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

Fundi slitið - kl. 09:20.