Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

57. fundur 12. október 2017 kl. 08:30 - 09:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Borgarmýri 1a - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1710022Vakta málsnúmer

Eyjólfur Sigurðsson kt. 090668-3669 sækir, fh Ártorgs ehf. kt. 700605-1320 um heimild til að breyta útliti fjöleignahússins að Borgarmýri 1a á Sauðárkróki. Útlitsbreytingin er breyting á gluggum á norðurhlið, stækkun glugga á austurhlið og breytingar á hurð á austurhlið. Meðfylgjandi uppdrættir frá Stoð ehf verkfræðistofu gerðir af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249 gera grein fyrir erindinu og breyttu innra skipulagi í húsinu tilheyrandi eignarhluta Ártorgs ehf. Uppdrætti dagsettir 26. september 2017 blöð A-100, A-101, A-102, A-103 og A-104 í verki 744120. Erindið samþykkt, Byggingarleyfi veitt. Fyrir liggur samþykki meðeigenda í Borgarmýri 1a.

2.Gilstún 30 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1710009Vakta málsnúmer

Kári Björn Þorsteinsson kt. 141174-5769 og Sigríður Ellen Arnardóttir kt 090179-4119 Gilstún 30 á Sauðárkróki, sækja um leyfi til að byggja stétt, stoðvegg og skjólvegg á lóðini Gilstún 30. Meðfylgjandi uppdrættir gera grein fyrir framkvæmdinni. Uppdrættir eru í verki V-17.09.01, númer. A-100 og B-100, dagsettir 20.09.2017. Fyrir liggur samþykki nágranna í Gilstúni 28. Erindið samþykkt, Byggingarleyfi veitt.

3.Skagfirðingabraut - íþróttasvæði - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1710047Vakta málsnúmer

Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um leyfi fyrir gerð gervigrasvallar á íþróttasvæðinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki samkvæmt uppdráttum gerðum hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Atla Gunnari Árnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættir dagsettir í júlí 2017 nr. S-101 til og með S-110, A 101, B-100 til og með B-103 og P-101
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Byggingarleyfi veitt.

4.Sauðármýri 2 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1708088Vakta málsnúmer

Baldur Ó. Svavarsson arkitekt kt 120357-5149 sækir fh. Byggðastofnunar um byggingarleyfi fyrir skrifstofu- og þjónustuhúsi að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Úti Inni arkitektum sf. kt. 430289-1529 áritaðir af Jóni Þór Þorvaldssyni arkitekt kt. 021256-7579. Verknúmer 1705 Bygg, uppdrættir nr. A100 til og með A-102. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:45.