Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

58. fundur 17. nóvember 2017 kl. 08:00 - 09:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Gilstún 22 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1711129Vakta málsnúmer

Rúnar Símonarson kt.300873-4729 og Sólveig Fjólmundsdóttir kt.180479-4309 Gilstúni 22 á Sauðárkróki, sækja um leyfi til að byggja stétt, stoðvegg og skjólveggi á lóðinni. Einnig er sótt um að koma fyrir setlaug á lóðinni.
Meðfylgjandi uppdrættir gera grein fyrir framkvæmdinni. Uppdrættir eru í verki 01000, númer A01, A02, B01 og B02, dagsettir 10. nóvember 2017. Fyrir liggur samþykki nágranna í Gilstúni 24. Erindið samþykkt, Byggingarleyfi veitt.

Vegna setlauga á lóðum er bent á eftirfarandi: Setlaugar á lóðum íbúðarhúsa skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær með þegar þær eru ekki í notkun. Barmur setlaugar skal vera a.m.k. 0,40 m yfir göngusvæði umhverfis hana. Brunnlok skulu vera fest og þannig frágengin að börn geti ekki opnað þau. Tryggt skal að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

2.Reykjarhólsvegur 2b - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1711089Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. nóvember 2017 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn dags. 01.11.2017 frá Þorvaldi Steingrímssyni kt. 080359-3739, Aðalgötu 12 550 Sauðárkróki, f.h. Krókaleiða ehf, kt. 680403-2360. Umsóknin er um leyfi til að reka gististað í flokki II að Reykjarhólsvegi 2b fastnr.229-7145. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Reykjarhólsvegur 2a - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1711088Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. nóvember 2017 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn dags. 01.11.2017 frá Þorvaldi Steingrímssyni kt. 080359-3739, Aðalgötu 12 550 Sauðárkróki, f.h. Krókaleiða ehf, kt. 680403-2360. Umsóknin er um leyfi til að reka gististað í flokki II að Reykjarhólsvegi 2a fastnr.229-7144. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Hofsstaðasel 146407 Umsókn um byggingarleyfi - nautgripahús

Málsnúmer 1710023Vakta málsnúmer

Bessi Vésteinsson kt. 120970-3059, f.h. Sels ehf. kt. 590602-2480 sækir um leyfi til að byggja nautgripahús á jörðinni. Húsið verður byggt á byggingarreit sem samþykktur var á 304. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar þann 8. maí sl.
Framlagdir aðaluppdrættir eru gerðir á VGS verkfræðistofu af Guðjóni Þ. Sigfússyni kt. 020162-3099. Uppdrættir eru í verki nr. 17 014, nr. 100 og 101 og 102, dagsettir í október 2017. Byggingaráform samþykkt.

5.Brekka lóð 146021 Skátaskáli

Málsnúmer 1710018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Skátafélaginu Eilífsbúum kt. 640288-3379 um heimild til að fjarlægja skátaskála af lóðinni Brekka lóð, landnúmer 146021. Fastanúmer hússins er 214-0395. Húsið verður flutt að Bólstaðarhlíð í Húnavatnshreppi og hefur fengið stöðuleyfi þar. Flutningsleyfi hefur verið gefið út. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:15.