Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

68. fundur 07. maí 2018 kl. 14:30 - 15:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sauðármýri 2 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1708088Vakta málsnúmer

Baldur Ó. Svavarsson kt. 120357-5149 arkitekt hjá Úti og Inni arkitektum sækir, fh. Byggðastofnunar um að fá samþykktar breytingar á áður samþykktum aðaluppdráttum af skrifstofuhúsi Byggðastofnunar að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki. Uppdrættir samþykktir 12.10.2017. Breyttir framlagðir aðaluppdrættir sem gera grein fyrir breytingunum eru dagsettir 9. febrúar 2018. Uppdráttarblöðin eru þrjú að tölu, númer A-100, A-101 og A102.
Breytt byggingaráform samþykkt.

2.Bær 146513 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1804161Vakta málsnúmer

Ólafur E. Friðriksson kt 030957-4749 sækir fh. Höfðastrandar ehf. kt. 430505-0840, um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsi á jörðinni Bæ á Höfðaströnd. Landnúmar jarðarinnar er 146513. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir hjá Stoð ehf. af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Uppdráttarblöðin eru tvö, númer A-100 og A-101 dagsettir 16. apríl 2018. Verknr. 702250. Byggingaráform samþykkt.

3.Iðutún 6 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1804196Vakta málsnúmer

Þorbjörg Jóna Guðmundsdóttir kt.140894-2579 og Einar Ólason kt 150492-3279 sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni Iðutún 6 á Sauðárkróki. Framlagður aðaluppdráttur gerður hjá Stoð ehf af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Uppdráttur dagsettur 23. apríl 2018 númer A-101 og A-102 í verki 781901. Byggingaráform samþykkt.

4.Geldingaholt I (194937) - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1803233Vakta málsnúmer

Hjördís Jóna Tobíasdóttir kt 101256-4569 þinglýstur eigandi íbúðarhússlóðarinnar Geldingaholt 1 landnúmer 194937 óskar eftir að fá skilgreindan byggingarreit á lóðinni. Byggingarreiturinn er sýndur á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti númer S100/3045 sem gerður er af Ingvari G. Sigurðssyni kt 020884-3639. Á lóðinni var áður íbúðarhús sem brann 30. nóvember sl. Umsögn minjavarðar Norðurlands vestra er fyrirliggjandi. Erindið samþykkt.

5.Laugavegur 1,Hótel Varmahlíð - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1804123Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1804224, dagsettur 17. apríl 2018, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Gestagangs ehf., kt. 410206-0990, um leyfi til að reka hótel í flokki V (Hótel Varmahlíð) að Laugavegi 1, 560 Varmahlíð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 15:45.