Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

70. fundur 08. júní 2018 kl. 10:30 - 11:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Jón Örn tók þátt í afgreiðslum fundarins með fjarfundarbúnaði.

1.Kirkjutorg 3 - Gistiheimilið Mikilgarður - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1806046Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. júní 2018 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1806005, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Tómasar Árdal kt. 210959-5489, Lerkihlíð 6 Sauðárkróki f.h. Spíru ehf. kt. 420207-0770, um leyfi til að reka gististað í flokki III Gistiheimilið Mikligarður að Kirkjutorgi 3, 550 Sauðárkróki. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Víðigrund 11- Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1806043Vakta málsnúmer

Guðný Axelsdóttir kt. 020267-4539 og Páll Friðriksson kt. 230867-3809 eigendur einbýlishúss sem stendur á lóð númer 11 við Víðigrund á Sauðárkróki, sækja um að breyta útliti hússins. Breytingin felur í sér að skipt verður um glugga og póstasetningu þeirra breytt. Einnig er sótt um að setja svalahurð úr stofu á suður hlið hússins. Meðfylgjandi gögn dagsett 5. júní 2018 gera nánari grein fyrir erindinu. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Byggingarleyfi veitt.

3.Hólavegur 16 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1805196Vakta málsnúmer

Eyþór Fannar Sveinsson kt. 231087-2579 og Sveinn Árnason kt. 230359-7929, sækja fyrir hönd Stóreigna ehf. kt. 640118-0670, um byggingaleyfi vegna endurbóta og breytinga á fasteign félagsins að Hólaveg 16 Sauðárkróki. Breytingarnar felast í að tvær íbúðir verða gerðar á efri hæð hússins. Á neðri hæð er fyrirhugað að verði hársnyrti- og fótaaðgerðarstofa. Gluggasetningu hússins verður breytt og stigi gerður upp á aðra hæð. Meðfylgjandi aðaluppdráttur, er gerður hjá Stoð ehf. af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdráttarblöðin eru númer A100 - A104
útgefin 25.04.2018. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

4.Sæmundargata 11 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1805165Vakta málsnúmer

Snævar Örn Jónsson kt. 130488-4129 sækir um leyfi til að byggja 4 fermetra forstofu við húsið samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum sem gerðir eru hjá Stoð ehf af Eyjólfi Þór Þórarinssyni kt. 170460-3759. Uppdráttarblöðin eru númer A101-A103 útgefin 28. maí 2018. Fyrirliggjandi er samþykki meðeiganda. Bent er á að umbeðin breyting kallar á að gerður sé nýr eignaskiptasamningur fyrir eignina. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

5.Iðutún 23 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1805018Vakta málsnúmer

Þröstur Kárason kt. 310895-2459 og Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir kt. 230198-2769 Sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni Iðutún 23 á Sauðárkróki. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Þóri Guðmundssyni kt. 040381-5389. Uppdrættir númer A-100 til A-104, dagsettir 3. mars 2018. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin

6.Geldingaholt I(194937) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1805141Vakta málsnúmer

Hjördís Jóna Tobíasdóttir kt. 101256-4569 þinglýstur eigandi íbúðarhússlóðarinnar Geldingaholt 1 landnúmer 194937 óskar eftir heimild til að byggja íbúðarhús á samþykktum byggingarreit á lóðinni. Jafnframt er óskað heimildar til að fjarlægja sökkla og brunarústir íbúðarhússins sem brann í nóvember 2016. Meðfylgjandi aðaluppdráttur er gerður af Ingvari G. Sigurðarsyni kt 020884-3639. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

Fundi slitið - kl. 11:45.