Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Krithóll II L189508 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2010243Vakta málsnúmer
Ólafur Björnsson, kt. 220149-7499 og Anna Ragnarsdóttir, kt. 280352-4039, sækja um leyfi til að einangra og klæða utan einbýlishús sem stendur á jörðinni Krithóll II, L189508. Framlögð gögn dagsett 27. október gera grein fyrir erindinu. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
2.Bárustígur 13 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2010201Vakta málsnúmer
Erna Rut Kristjánsdóttir, kt. 200387-2879, sækir um leyfi til að einangra og klæða utan bílskúr sem stendur á lóðinnni númer 13 við Bárustíg ásamt því að gera lítilsháttar breytingu á þaki. Framlögð gögn dagsett 14. október gera grein fyrir erindinu. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
3.Sæberg L146736 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2009105Vakta málsnúmer
Hallgrímur H. Gunnarsson, kt. 090947-3899, eigandi einbýlishússins Sæbergs á Hofsósi sækir um leyfi fyrir breytingum á húsinu. Breytingarnar varða stækkun og breytingar á viðbyggingu sem er við norðurstafn hússins. Framlagður aðaluppdráttur er gerður hjá Grímu arkitektum af Sigríði Ólafsdóttur arkitekt, kt. 071070-5069. Uppdráttur er í verki 2019-02-04, númer A_1_GSÁ_02, dagsettur 11.08.2020. Byggingaráform samþykkt.
4.Ásholt - Umsókn um breytta notkun
Málsnúmer 1905008Vakta málsnúmer
Þann 8. október sl. móttók byggingarfulltrúi Skagafjarðar erindi frá Ásdísi Pétursdóttur, kt. 171043-7199 og Sverri Magnússyni, kt. 200642-3929, dagsett 7. október sl. um að mál er varðar umsókn um breytta notkun frístundahúss sem stendur á landinu Ásholt, L216923, fasteignanúmer F2321923 í Hjaltadal verði dregið til baka og málið fellt niður.
Byggingarfulltrúi ákveður að verða við þeirri beiðni og málinu því lokið.
Byggingarfulltrúi ákveður að verða við þeirri beiðni og málinu því lokið.
5.Skagfirðingabraut 22 L 143699 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2010080Vakta málsnúmer
Guðmundur Þór Guðmundsson, sækir f.h. Sveitarfélagsins Skagfjarðar um leyfi til að gera breytinar á innangerð Árskóla, Árvistar. Framlagður uppdráttur er gerður á teiknistofunni Úti og Inni arkitektar af Jóni Þór Þorvaldssyni arkitekt kt. 021256-7579. Uppdráttur er í verki Ársk-1110, númer A-105 A, dagsettur 28.07.2016, breyting A dagsett 21.09.2020. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
Fundi slitið - kl. 09:00.