Fara í efni

Sæberg L146736 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2009105

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 402. fundur - 23.09.2020

Hjá byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar liggur fyrir umsókn í samræmi við 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012, frá Hallgrími H. Gunnarssyni kt. 090947-3899, eiganda einbýlishússins Sæbergs á Hofsósi, um leyfi til að gera minni háttar breytingar á húsinu. Fyrirhugaðar framkvæmdir brjóta ekki í bága við skipulagsáætlanir á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða. Þar sem fyrirhuguð framkvæmd og húsnæði er varðar framkvæmdina er innan verndarsvæðis í byggð, með vísan í 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, skal sveitarstjórn auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda. Þannig er almenningi og hagsmunaaðilum veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdina.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd í tvær vikur áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 403. fundur - 21.10.2020

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar var fyrirhuguð framkvæmd Hallgríms H. Gunnarssonar kt. 090947-3899, eiganda einbýlishússins Sæbergs á Hofsósi, umsókn um leyfi til að gera minni háttar breytingar á húsinu, auglýst/kynnt frá og með miðvikudegi 30. september til og með 14. október 2020 í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og á heimasíðu sveitarfélagsins og í Sjónhorni. Engar athugasemdir bárust. Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 111. fundur - 30.10.2020

Hallgrímur H. Gunnarsson, kt. 090947-3899, eigandi einbýlishússins Sæbergs á Hofsósi sækir um leyfi fyrir breytingum á húsinu. Breytingarnar varða stækkun og breytingar á viðbyggingu sem er við norðurstafn hússins. Framlagður aðaluppdráttur er gerður hjá Grímu arkitektum af Sigríði Ólafsdóttur arkitekt, kt. 071070-5069. Uppdráttur er í verki 2019-02-04, númer A_1_GSÁ_02, dagsettur 11.08.2020. Byggingaráform samþykkt.