Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

119. fundur 15. apríl 2021 kl. 10:00 - 10:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Melatún 7 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2103047Vakta málsnúmer

María Ósk Steingrímsdóttir, kt. 070493-3229 og Jón Páll Júlíusson, kt. 070182-3869 sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 7 við Melatún á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættirnir gerðir af Bjarna Reykjalín kt. 070149-3469. Uppdrættir eru nr. 100, 101, 102 og 103 dagsettir 13.02.2021 og 26.03.2021. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

2.Skagfirðingabraut L143716 - Íþróttasvæði - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2103306Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson sækir, f.h. eignasjóðs Skagafjarðar kt. 550698-2349 um leyfi fyrir áhorfendastúku við gervigrasvöll á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, kt. 120379-4029. Uppdrættir í verki 414104, númer A-100, A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 24, mars 2021. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

3.Laugarból L146191 umsókn um leyfi fyrir dæluhúsi

Málsnúmer 2103350Vakta málsnúmer

Friðrik Rúnar Friðriksson, kt. 141156-5009 sækir um leyfi fyrir 4.4 m2 dæluhús við borholu í landi Laugarbóls L146191. Framlagður uppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni, kt. 200857-5269. Uppdráttur er í verki 0421, dagsettur 19.03.2021. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 10:45.