Fara í efni

Laugaból L146191 umsókn um leyfi fyrir dæluhúsi

Málsnúmer 2103350

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 961. fundur - 14.04.2021

Lagt fram bréf dagsett 30. mars 2021 frá Friðriki Rúnari Friðrikssyni, þar sem hann sækir um leyfi til að staðsetja 4,4m2 dæluhús við borholu í landi Laugabóls L146191. Um er að ræða dæluhús vegna stofnlagnar sem er í eigu umsækjanda og verður því komið fyrir við framangreinda borholu í landi sveitarfélagsins, Laugabóls. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila framkvæmdina og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 119. fundur - 15.04.2021

Friðrik Rúnar Friðriksson, kt. 141156-5009 sækir um leyfi fyrir 4.4 m2 dæluhús við borholu í landi Laugarbóls L146191. Framlagður uppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni, kt. 200857-5269. Uppdráttur er í verki 0421, dagsettur 19.03.2021. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.