Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

134. fundur 24. febrúar 2022 kl. 14:45 - 15:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Miðhús 1 L232778 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2110257Vakta málsnúmer

Magnús Gunnlaugur Jóhannesson og Sigurveig Jóhannesdóttir sækja um leyfi til að byggja parhús á lóðinni Miðhús 1 L232778. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Jónssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki 21-07, númer A-01 og A-02, dagsettir 22.10.2021. Byggingaráform samþykkt.

2.Ártorg 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2112019Vakta málsnúmer

Ingólfur Jóhannsson sækir f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, kt. 680169-5009 um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktum aðaluppdrætti af innra skipulagi 2. hæðar skrifstofuhúsnæðis KS við Ártorg 1 á Sauðárkróki. Framlagður aðaluppdráttur gerður á teiknistofunni Úti og inni arkitektar af Baldri Ó. Svavarssyni arkitekt. Uppdráttur er í verki 2104 Kask, númer A-100, dagsettur 1. febrúar 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

3.Skíðasvæði Tindastóls L199730 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2007082Vakta málsnúmer

Guðlaugur Skúlason, Sigfús Ólafur Guðmundsson og Sigurlína Erla Magnúsdóttir f.h. Ungmennafélagsins Tindastólls, kt. 650269-5949 og Sigurður B. Rafnsson og Helga Daníelsdóttir f.h. Skíðadeildar UMF Tindastóls, kt. 690390-1329 sækja um leyfi til að gera breytingar á áður samþykktum aðaluppdráttum af gistiaðstöðu, ásamt tilheyrandi aðstöðu á skíðasvæði Tindastóls, Heiði Skíðasvæði L199730. Framlagðir uppdrættir gerðir á Verkís hf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki 20164, númer C41.000 B, C41.001 B, C41.002 B og C41.099 B, dagsettir 8. júlí 2020, breytt 17. janúar 2022 . Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

4.Birkimelur 28-30 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2202161Vakta málsnúmer

Sunna Gylfadóttir og Davíð Þór Helgason sækja um leyfi til að byggja parhús á lóðinnin númer 28-30 við Birkimel í Varmahlíð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi . Uppdrættir eru í verki 79002801, númer A-100, A-101 og A-102, dagsetttir 8. febrúar 2022. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:30.