Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

136. fundur 07. apríl 2022 kl. 08:15 - 09:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Víðihlíð 11 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2203278Vakta málsnúmer

Óskar Friðrik Halldórsson og Björg Kristín Einarsdóttir sækja um leyfi til að breyta gluggum á einbýlishúsi sem stendur á lóðinni númer 11 við Víðihlíð. Framlagður uppdráttur gerður af Ingvari G. Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3189, númer A-101 og A-102, dagsettir 24. apríl 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

2.Árkíll 2 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2110004Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson, sækir f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar um leyfi fyrir 2. áfanga, viðbyggingar við leikskólann Ársali sem stendur á lóðinni nr. 2 við Árkíl. Um er að ræða breytingu á áður samþykktum byggingaráformum frá 130. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. október 2021 sem varðar fyrri áfanga viðbyggingar . Framlagðir aðaluppdrættirnir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni. Uppdrættir eru í verki 416401, númer S-01, A-100, A-101 og A-102, dagsettir 20. og 7. október 2021. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

3.Faxatorg 143321 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2202292Vakta málsnúmer

Atli Gunnar Arnórsson sækir f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar um leyfi til að gera breytingar á hluta innangerðar neðri hæðar húsnæðis sem stendur á lóð með landnúmerið 143321 við Faxatorg. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi . Uppdráttur er í verki 38150201, númer A-101, dagsettur 10. mars 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt

4.Iðutún 17 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2112079Vakta málsnúmer

Ásbjörn Óttarsson sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 17 við Iðutún. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt. Uppdrættir eru í verki 79001801, númer A-100 til og með A-105, dagsettir 01.12.2021. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:00.