Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

10. fundur 28. desember 2022 kl. 11:30 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Brekkugata 5 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2211153Vakta málsnúmer

Marcin Sienkiewicz, Teresa Sienkiewicz, Aðalbjörg J. Valbergsdóttur og Örn E. Þorkelsson sækja um leyfi til að gera breytingar á útliti fjölbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 5 við Brekkugötu á Sauðárkróki. Breytingar varða endurnýjun á gluggum og hurðum. Framlagður uppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdráttur í verki 1222, númer 01, dagsettur 3. nóvember 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

2.Hátún 2 - Umsagarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2212063Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2022-060441, dagsettur 6. desember 2022. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Helgu Sjafnar Helgadóttur um leyfi til að reka gististað í Flokkur II, gististaður í íbúðarhúsi án veitinga í fasteigninni Hátún 2, F214-0475. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

3.Álfgeirsvellir 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2211028Vakta málsnúmer

Ragnar Hermannsson sækir f.h. Jóns Egils Indriðasonar um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Álfgeirsvellir 2, L234971. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ragnari Hermannssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki 21.69, númer 01-01, 01-02 og 01-03, dagsettir 28. október 2022. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:00.