Brekkugata 5 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2211153
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 10. fundur - 28.12.2022
Marcin Sienkiewicz, Teresa Sienkiewicz, Aðalbjörg J. Valbergsdóttur og Örn E. Þorkelsson sækja um leyfi til að gera breytingar á útliti fjölbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 5 við Brekkugötu á Sauðárkróki. Breytingar varða endurnýjun á gluggum og hurðum. Framlagður uppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdráttur í verki 1222, númer 01, dagsettur 3. nóvember 2022. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
Fyrhugaðr framkvæmdir samræmast skipulgsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða.
Þar sem umrætt hús er innan verndarsvæðis í byggð óskar byggingarfulltrúi eftir því við sveitastjórn Skagafjarðar að tekin sé afstaða til umsóknarinnar sbr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd og skal auglýsingartími vera tvær vikur. Hafi ábendingar/athugasemdir varðandi fyrirhugaða framkvæmd ekki borist á auglýsingartíma er byggingarfulltrúa falin afgreiðsla málsins.