Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Ránarstígur 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2307018Vakta málsnúmer
Bjarni Reykjalín sækir f.h. Friðriks Jónssonar ehf./Sýls ehf. kt. 4707160450, um leyfi til að byggja raðhús á lóðinni númer 3 við Ránarstíg. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi. Uppdrættir númer 100, 101, 102 og 103, dagsettir 29 júní, 14. júlí og 10. ágúst 2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2 skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
2.Fellstún 4 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2309144Vakta málsnúmer
Þórir Guðmundsson byggingarfræðingur sækir f.h. Birkis Fannars Gunnlaugssonar og Söndru Hilmarsdóttur um leyfi til að byggja bílageymslu við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 4 við Fellstún. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teiknistofu Þ. Guðmundssonar af umsækjanda. Uppdrættir í verki HA23131, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 03.09.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
3.Freyjugata 30 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2310055Vakta málsnúmer
Elzbieta Anna Loboda og Ariel Galewski sækja um leyfi til að gera breytingar á innangerð og útliti neðri hæðar fjöleignahúss með fasteignanúmerið F2131548 sem stendur á lóðinnin númer 30 við Freyjugötu. Breytingarnar varða stækkun á anddyri og minniháttar breytingar á innra skipulagi. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt. Upprættir eru í verki 79009400, númer A-101 og A-102, dagsettir 19. september 2023. Fram kemur í umsókn að eigandi efri hæðar með fasteignanúmerið F2131549, gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
Fundi slitið - kl. 13:00.