Fellstún 4 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2309144
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 25. fundur - 04.10.2023
Þórir Guðmundsson byggingarfræðingur sækir f.h. Birkis Fannars Gunnlaugssonar og Söndru Hilmarsdóttur um leyfi til að byggja bílageymslu við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 4 við Fellstún. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teiknistofu Þ. Guðmundssonar af umsækjanda. Uppdrættir í verki HA23131, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 03.09.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.