Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

26. fundur 27. október 2023 kl. 08:45 - 09:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Borgarmýri 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2306136Vakta málsnúmer

Atli Gunnar Arnórsson byggingarverkfræðingur sækir f.h. Trésmiðjunnar Borgar ehf. um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum aðaluppdráttum iðnaðarhúsnæðis sem stendur á lóðinni númer 1 við Borgarmýri á Sauðárkróki. Breytingar varða m.a. viðbyggingu í kverk við norðvesturhorn húss, auk þakbreytinga. Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100 A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 7. júní 2023, breytt 03.08.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingarheimild veitt.

2.Háeyri 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2307047Vakta málsnúmer

Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri Skagafjarðarhafna sækir f.h. lóðarhafa Háeyrar 2, L143442 um leyfi til þess að staðsetja tvær gámaeiningar, geymslu og starfsmanna aðstöðu á lóðinni. Framlagður aðaluppdráttur gerður á Veitu-og framkvæmdasviði af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdráttur í verki 2305 A 01 dags., 21.06.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingarheimild veitt.

3.Steintún L146234 - Umsókn um breytta notkun.

Málsnúmer 2310189Vakta málsnúmer

Jón Svavarsson sækir f.h. Jón Svavarss málarameistara ehf. um leyfi til að breyta notkun og skráningu íbúðarhúss sem stendur á jörðinni Steintún, L146234 í frístundahús. Erindið samþykkt.

4.Borgarflöt 7 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2310202Vakta málsnúmer

Ívar Hauksson tæknifræðingur sækir f.h. Vélsmiðju Grundarfjarðar ehf. um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði á lóðinni númer 7 við Borgarflöt á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á VHÁ Verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 23-058, númer 1, 2 og 3, dagsettir 23.09.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:30.