Borgarmýri 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2306136
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23. fundur - 14.09.2023
Atli Gunnar Arnórsson byggingarverkfræðingur sækir f.h. Trésmiðjunnar Borgar ehf. um leyfi til að endurgera og breyta hluta þakvirkis á iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Borgarmýri á Sauðárkróki. Einnig sótt um stöðuleyfi fyrir tjaldskýli á framkvæmdar tíma. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100, A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 7. júní 2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, umbeðið stöðuleyfi veitt.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 26. fundur - 27.10.2023
Atli Gunnar Arnórsson byggingarverkfræðingur sækir f.h. Trésmiðjunnar Borgar ehf. um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum aðaluppdráttum iðnaðarhúsnæðis sem stendur á lóðinni númer 1 við Borgarmýri á Sauðárkróki. Breytingar varða m.a. viðbyggingu í kverk við norðvesturhorn húss, auk þakbreytinga. Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100 A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 7. júní 2023, breytt 03.08.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingarheimild veitt.