Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

38. fundur 08. maí 2024 kl. 10:00 - 11:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Hildur Hartmannsdóttir starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Varmahlíðarskóli, leikskóli við Birkimel - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2309286Vakta málsnúmer

Jóhann Harðarson byggingarfræðingur sækir f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar um leyfi til að byggja leikskóla, viðbyggingu við Varmahlíðarskóla sem stendur á lóð með landnúmerið, L146130 við Birkimel í Varmahlíð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá VA Arkitektum af umsækjanda. Uppdrættir í verki 2020, númer 100, 101, 102 og 103, dagsettir 14. september 2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 3. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Flugumýrarhvammur 2 L232693 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2405012Vakta málsnúmer

Atli Gunnar Arnórsson byggingarverkfræðingur sækir f.h. Flugherja ehf. um leyfi til að byggja fjós á lóðinni Flugumýrarhvammur 2, L232693. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 70410301, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 3. maí 2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

3.Tangi L236535 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2405021Vakta málsnúmer

Hallgrímur Ingi Jónsson tæknifræðingur sækir f.h. Ólafs Ágústs Andréssonar og Guðlaugar Kristínar Pálsdóttur um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni Tanga, L236535. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 76340002, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 6. maí 2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

4.Eyrarland L146520 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2404223Vakta málsnúmer

Þórður Þorvaldsson arkitekt sækir f.h. Ásu Jóhönnu Pálsdóttur um leyfi fyrir breytingum og endurbótum á íbúaðhúsi sem stendur á jörðinni Eyrarlandi, L146520. Framlagðir aðaluppdrættir gerði á teiknistofunni TEMA af umsækjanda. Uppdrættir í verki 100, númer 1 og 2, dagsettir 29. apríl 2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

5.Lýtingsstaðir L146202 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyf.

Málsnúmer 2404212Vakta málsnúmer

Eiríkur Vignir Pálsson byggingarfræðingur sækir f.h. Sveins Guðmundssonar um leyfi til að byggja afgreiðsluhús á jörðinni Lýtingsstöðum, L146202. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Pro-Ark Teiknistofu af umsækjanda. Uppdrættir er númer A-100 og A-111, dagsettir 17. aprí 2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:00.