Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

6. fundur 20. mars 2014 kl. 14:00 - 15:55 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Ingvar Björn Ingimundarson ritari
  • Gunnsteinn Björnsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Starfsemi Héraðsskjalasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1403244Vakta málsnúmer

Unnar Ingvarsson héraðsskjalavörður kom til fundar og kynnti starfsemi safnsins á síðasta ári, auk þess að ræða ýmis verkefni sem framundan eru.

2.JEC Composites 2014

Málsnúmer 1402018Vakta málsnúmer

Farið var yfir ferð fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar á JEC Composites 2014. Sýningin er jafnframt kaupstefna og samhliða henni er haldin ráðstefna þar sem farið er yfir þróunina í trefjaiðnaði og notkun trefja í hinum ýmsu framleiðsluþáttum og vörum. Tilgangur ferðarinnar var sá að vekja athygli á Skagafirði sem vænlegum kosti fyrir framleiðslu koltrefja, eiga skipulagða fundi með fulltrúum trefjaframleiðenda um mögulega staðsetningu framleiðslustarfsemi í Skagafirði, auk þess að fá upplýsingar um þróunina í þessum geira á heimsvísu. Góðir fundir náðust með lykilaðilum í þessum geira og verður þeim fylgt eftir með frekari samskiptum.

3.Atvinnulífssýning í Skagafirði

Málsnúmer 1312003Vakta málsnúmer

Atvinnulífssýning verður haldin helgina 26. og 27. apríl nk. Rætt var um undirbúning og skipulagningu sýningarinnar og málstofur sem munu fara fram samhliða henni.

4.Sóknaráætlun Norðurlands vestra - Markaðs- og kynningarátak í Skagafirði

Málsnúmer 1305183Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að ráðast í úttekt á nokkrum þáttum sem lúta að því að efla Skagafjörð sem valkost fyrir fyrirtæki til að staðsetja starfsemi sína í firðinum. Er það liður í markaðs- og kynningarátaki í Skagafirði sem unnið er samkvæmt sóknaráætlun Norðurlands vestra og skal úttektin greidd af styrk sem fékkst til átaksins. Meðal þess sem taka skal út er samkeppnisfærni Skagafjarðar hvað varðar atriði eins og jarðhita, vatn, rafmagn, samgöngur og mannauð. Skal úttektinni lokið á vordögum 2014.

5.Upplýsingaskilti í Skagafirði

Málsnúmer 1403047Vakta málsnúmer

Rætt um uppfærslu og uppsetningu á upplýsingaskiltum við innkeyrslur í þéttbýlisstaði sveitarfélagsins. Samþykkt að kanna hver getur verið hagkvæmasta og heppilegasta útfærslan á slíkum skiltum.

Fundi slitið - kl. 15:55.