Fara í efni

Sóknaráætlun Norðurlands vestra - Markaðs- og kynningarátak í Skagafirði

Málsnúmer 1305183

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 625. fundur - 23.05.2013

Lögð fram lokadrög að verkefnasamningi milli SSNV og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna markaðs- og kynningarátaks í Skagafirði undir merkjum Sóknaráætlunar Norðurlands vestra, til að laða að fjölbreytta atvinnustarfsemi í Skagafjörð.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir að vísa samningnum til atvinnu- og ferðamálanefndar til nánari útfærslu og framkvæmdar.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 90. fundur - 23.05.2013

Lagður fram til kynningar verkefnasamningur samkvæmt sóknaráætlun Norðurlands vestra en Sveitarfélagið Skagafjörður fær styrk í gegnum áætlunina til markaðs- og kynningarátaks.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013

Afgreiðsla 625. fundar byggðaráðs staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013

Afgreiðsla 88. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 91. fundur - 26.06.2013

Rætt um útfærslu á markaðs- og kynningarátaki í Skagafirði sem unnið er samkvæmt sóknaráætlun Norðurlands vestra. Samþykkt að verja allt að 1 m.kr. til þess að vinna að myndbandsefni sem fellur innan verkefnisins. Sigfúsi Inga falið að fylgja því eftir. Vinna við nýjan visitskagafjordur.is vef er langt komin og verður lokið á næstunni. Áfram verði unnið að undirbúningi og útfærslu á öðrum þáttum markaðs- og kynningarátaksins en stefnt er að sérstökum vinnufundi nefndarinnar um þau mál á næstu vikum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 631. fundur - 18.07.2013

Afgreiðsla 91. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 6. fundur - 20.03.2014

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að ráðast í úttekt á nokkrum þáttum sem lúta að því að efla Skagafjörð sem valkost fyrir fyrirtæki til að staðsetja starfsemi sína í firðinum. Er það liður í markaðs- og kynningarátaki í Skagafirði sem unnið er samkvæmt sóknaráætlun Norðurlands vestra og skal úttektin greidd af styrk sem fékkst til átaksins. Meðal þess sem taka skal út er samkeppnisfærni Skagafjarðar hvað varðar atriði eins og jarðhita, vatn, rafmagn, samgöngur og mannauð. Skal úttektinni lokið á vordögum 2014.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 313. fundur - 09.04.2014

Afgreiðsla 6. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 313. fundi sveitarstjórnar 9. apríl 2014 með níu atkvæðum