Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Samþykkt að taka á dagskrá með afbrigðum mál nr. 1405010.
1.Eignarhald félagsheimila í Skagafirði
Málsnúmer 1402057Vakta málsnúmer
Björn Ingi Óskarsson kom til fundar nefndarinnar og fór yfir þinglýsta eignarstöðu félagsheimila í Skagafirði. Ákveðið að halda fundi með öðrum eigendum og aðilum að félagsheimilunum.
2.Samningur um skilyrtan styrk til reksturs upplýsingamiðstöðvar 2014
Málsnúmer 1403057Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagðan samning við Ferðamálastofu um skilyrtan styrk til reksturs upplýsingamiðstöðvar Norðurlands vestra í Varmahlíð fyrir árið 2014.
3.Samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð 2014-2017
Málsnúmer 1404279Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlögð drög að samningi við Kaupfélag Skagfirðinga um rekstur upplýsingamiðstöðvar Norðurlands vestra í Varmahlíð fyrir árin 2014-2017. Sigfúsi Inga falið að ganga frá samningi við Kaupfélag Skagfirðinga.
4.Endurbætur á minnismerki um Stephan. G. Stephansson
Málsnúmer 1401246Vakta málsnúmer
Kynntur styrkur sem Sveitarfélagið Skagafjörður fékk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til endurbóta á minnismerkinu um Stephan G. Stephansson á Arnarstapa. Nefndin fagnar styrkveitingunni og felur Sigfúsi Inga að ganga frá samningum um verkið.
5.Atvinnulífssýning 2014
Málsnúmer 1403272Vakta málsnúmer
Farið yfir framkvæmd á atvinnulífssýningunni Lífsins gæði og gleði 2014. Nefndin fagnar því hve vel tókst til við framkvæmd sýningarinnar og þakkar þátttakendum, gestum og starfsmönnum fyrir gott starf.
6.Miðlun tækni- og nýsköpunar
Málsnúmer 1312240Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað frá skólameistara FNV um undirbúning þess að bjóða upp á eins árs nám (svokallað 4. þrep samkvæmt nýjum lögum um framhaldsskóla) í tölvunarfræði og verkfræði við FNV í samstarfi við Háskólann í Skövde. Nefndin fagnar hugmyndinni og lýsir yfir vilja til samstarfs við skólann, Hátæknisetur Íslands og fleiri aðila um verkefnið, og vísar í eftirfarandi bókun frá fundi nefndarinnar 20.12. 2013: "Nefndin samþykkir að leggja allt að kr. 1.000.000,- af málaflokki 13090 til mögulegs samstarfsverkefnis með m.a. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Hátæknisetri Íslands o.fl. um nýjar leiðir við miðlun efnis í uppbyggingu náms á framhalds- og háskólastigi í tæknigreinum."
Ingvar Björn Ingimundarson kom til fundar í gegnum síma kl. 14:22.
7.Glaumbær - deiliskipulag
Málsnúmer 1310208Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar forsögn Sigríðar Sigurðardóttur forstöðumaðumans Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ dagsett 24. apríl 2014, varðandi stefnumótun um framtíð safnasvæðis í Glaumbæ. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti þá stefnu sem mörkuð er í forsögn forstöðumanns Byggðasafnsins.
8.Hraun Fljótum - flutningur og endurgerð á gamla íbúðarhúsinu
Málsnúmer 1403225Vakta málsnúmer
Tekin fyrir umsagnarbeiðni byggðarráðs um flutning og endurgerð á gamla íbúðarhúsinu að Hraunum í Fljótum. Með tilvísun í forstöðumann Byggðasafns Skagfirðinga telur nefndin ekki rétt að þiggja húsið til varðveislu þar sem sveitarfélagið á nú þegar hús sömu gerðar, þ.e. Áshúsið í Glaumbæ, enda væri verulega kostnaðarsamt að flytja og endurbyggja húsið á nýjum stað.
9.Endurnýjun menningarsamninga - Staða
Málsnúmer 1404119Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá framkvæmdastjóra SSNV um stöðu menningarsamninga við landshluta. Formaður fór yfir stöðuna. Nefndin harmar boðaðan áframhaldandi niðurskurð framlaga ríkisins til landshlutans.
10.Fjölskyldustefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 1309215Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar drög að fjölskyldustefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Nefndin telur að þeim málaflokkum sem tilheyra nefndinni séu gerð góð skil í drögunum og fagnar framkomnum drögum.
11.Minjahúsið á Sauðárkróki
Málsnúmer 1405010Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að auka fjárheimildir málaflokks Byggðasafns Skagfirðinga um kr. 300.000,- til að mæta eftirspurn eftir aukinni opnun fyrir hópa inn í Minjahúsið á Sauðárkróki. Fjármunirnir færast af styrkjalið 05. Sigfúsi Inga falið að ganga frá útfærslu þessa máls í samráði við forstöðumann Byggðasafns Skagfirðinga.
Fundi slitið - kl. 15:05.