Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Beiðni um viðræður - Glaumbæjarkirkja
Málsnúmer 1504146Vakta málsnúmer
Séra Gísli Gunnarsson sóknarprestur í Glaumbæ kom til fundar við nefndina og reifaði sjónarmið kirkju og sóknarnefndar varðandi framtíð Glaumbæjarstaðar. Nefndin mun vinna að málinu áfram í samráði við hlutaðeigandi aðila.
2.Lummudagar 2015 - styrkbeiðni
Málsnúmer 1506147Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá forsvarsmönnum héraðshátíðarinnar Lummudaga 2015. Sótt er um styrk að upphæð kr. 150.000,- til að standa straum af ýmsum kostnaði sem til fellur vegna hátíðarhaldanna. Samþykkt að veita kr. 150.000,- til hátíðarinnar árið 2015 og verður upphæðin tekin af lið 13890.
3.Lifandi landslag - styrkbeiðni
Málsnúmer 1506150Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sóleyju Björk Guðmundsdóttur fyrir hönd verkefnisins Lifandi landslags sem er smáforrit og heimasíða þar sem m.a. eru kynntar skagfirskar þjóðsögur og sagnir. Sótt er um styrk vegna kynningar á verkefninu. Samþykkt að veita kr. 250.000,- til þess og verður upphæðin tekin af lið 13890.
Fundi slitið - kl. 09:23.