Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Dægurlagakeppni á Króknum í 60 ár
Málsnúmer 1607143Vakta málsnúmer
2.Tónlistarhátíðin Gæran 2016
Málsnúmer 1608052Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá forsvarsmönnum Tónlistarhátíðarinnar Gærunnar 2016 þar sem óskað er eftir fjárhagslegum styrk við hátíðina.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir yfir ánægju með að Gæran skuli haldin árlega á Sauðárkróki en viðburðir sem þessi skipta miklu fyrir menningarstarf í firðinum. Nefndin samþykkir að styrkja viðburðinn um kr. 300.000,- sem fer af málaflokki 05710.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir yfir ánægju með að Gæran skuli haldin árlega á Sauðárkróki en viðburðir sem þessi skipta miklu fyrir menningarstarf í firðinum. Nefndin samþykkir að styrkja viðburðinn um kr. 300.000,- sem fer af málaflokki 05710.
3.Umsóknir um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð
Málsnúmer 1606280Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hefur farið yfir erindi sem beint er til nefndarinnar frá byggðarráði og fjallar um umsóknir um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Nefndin metur það svo að það sé nauðsynlegt að hlúa að menningarsögulegu gildi húsa og byggðaheilda í Skagafirði og leggur til við byggðarráð að sótt verði um styrki til Minjastofnunar til að undirbúa tillögur að sérstökum verndarsvæðum í byggð, með áherslu á gamla bæinn á Sauðárkróki og Kvosina á Hofsósi sem fyrstu byggð innan þéttbýlis sem meta beri í þessu sambandi og hafa samráð við íbúa um. Að þeirri vinnu lokinni er kominn grundvöllur að fyrstu tillögugerð til forsætisráðherra um verndarsvæði í byggð í Skagafirði og mörk þeirra.
Fundi slitið - kl. 16:45.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og felur starfsmanni að vera í sambandi við forsvarsmenn um mögulega aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu. Jafnframt hvetur nefndin forsvarsmenn til að sækja um í menningarhluta Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra þegar sjóðurinn auglýsir úthlutun fyrir árið 2017.