Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

27. fundur 10. október 2024 kl. 16:00 - 17:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigurður Hauksson formaður
  • Eyrún Sævarsdóttir aðalm.
  • Elínborg Erla Ásgeirsdóttir aðalm.
  • Tinna Kristín Stefánsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
Dagskrá
Samþykkt samhljóða að taka upp með afbrigðum mál númer 2410146.

1.Umsókn um niðurfellingu á reikningi frá Héraðsskjalasafni

Málsnúmer 2409304Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Ágústi Inga Ágústssyni, dagsett 25.9.2024, vegna útgáfu bókarinnar Saga körfuknattleiksdeildar Tindastóls 1964-1971. Óskað er eftir styrk að fjárhæð 140.000 kr sem nýttur yrði til að greiða útselda vinnu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga við upplýsingaöflun fyrir bókina.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og samþykkir samhljóða að veita ofangreindan styrk. Tekið af lið 05890.

2.Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2025

Málsnúmer 2409320Vakta málsnúmer

Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir 2025. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 3,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs.

3.Gjaldskrá Héraðsskjalasafn Skagfirðinga 2025

Málsnúmer 2410036Vakta málsnúmer

Tekin fyrir gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir 2025. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 3,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs.

4.Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga 2025

Málsnúmer 2410038Vakta málsnúmer

Tekin fyrir gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir 2025. Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá sem hljóðar upp á 3,7% hækkun frá fyrra ári og vísar nefndin henni til byggðarráðs.

5.Beiðni um fjármagn fyrir deiliskipulagsvinnu við Glaumbæ

Málsnúmer 2410146Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 3.10.2024 þar sem hún óskar eftir fjármagni til deiliskipulagsvinnu fyrir Glaumbæ.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

6.Fjárhagsáætlun 2025 - málaflokkur 05

Málsnúmer 2410100Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

7.Fjárhagsáætlun 2025 - málaflokkur 13

Málsnúmer 2410101Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 17:50.