Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

48. fundur 17. maí 2000
 Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 48 – 17.05.2000

    Miðvikudaginn 17. maí árið 2000 kom atvinnu- og ferðamálanefnd til fundar á Kaffi Krók.
    Mættir: Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Pétur Valdimarsson og Stefán Guðmundsson.
DAGSKRÁ:
    1. Veiðimöguleikar í ám og vötnum í Skagafirði.
    2. Samningur um Drangey.
    3. Erindi frá Bergey ehf.
AFGREIÐSLUR:
  1. Á fundinn mætti Bjarni Jónsson frá Norðurlandsdeild Veiðimálastofnunar ásamt fulltrúum veiðifélaga og hagsmunaaðila veiðivatna. Bjarni flutti erindi um möguleika á aukinni og bættri nýtingu á veiðiám og vötnum í Skagafirði. Miklar umræður urðu um málið. Niðurstaða fundarins var að leita leiða til að fjármagna verkefni um eflingu veiðinytja og nýtingu á ám og vötnum í Skagafirði, ásamt kynningu og markaðssetningu. Fundargestir viku af fundi.

  2. Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að framlengja samning, sem undirritaður var 21. maí 1999 af Snorra B. Sigurðssyni sveitarstjóra og Jóni Eiríkssyni Fagranesi um nýtingu Drangeyjar á Skagafirði og eftirlit með eyjunni til 30. apríl 2001, með eftirfarandi breytingu, að grein 5 verði þannig: Sæki annar aðili um að fá að fara með ferðamenn til Drangeyjar skal þá hafa samráð við eftirlitsmann.

  3. Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir:
#GLAð útgerð Bergeyjar ehf. verði veitt leyfi til að sigla með ferðamenn að Drangey og jafnframt að fara með ferðamenn uppí eyna undir leiðsögn á komandi sumri#GL. 
Nefndin bendir viðkomandi á að kynna sér samning um Drangey.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt.
Stefán Guðmundsson
Einar Gíslason
Pétur Valdimarsson
Brynjar Pálsson