Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

50. fundur 12. júlí 2000
 Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 50 – 12.07.2000

    Miðvikudaginn 12. júlí árið 2000 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
    Mættir: Stefán Guðmundsson, Brynjar Pálsson, Pétur Valdimarsson, Sveinn Árnason og Bjarni Ragnar Brynjólfsson.
DAGSKRÁ:
1. Samningar við INVEST vegna verkefna í ferðaþjónustu.
2. Bréf frá Ferðamiðstöð Skagafjarðar, dags 6.júlí 2000.
3. Bréf vegna hljóðkerfis, vísað til nefndarinnar af Íþrótta-, menningar-og æskulýðsnefnd þann 22.maí 2000.
4. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
  1. Á fundinn kom Snorri Björn Sigurðsson, sveitastjóri Skagafjarðar. Kynnt var samþykkt Byggðaráðs Skagafjarðar frá 21.júní s.l., en þá var Atvinnu- og ferðamálanefnd falið að ganga til samninga við INVEST um verkefni í ferðaþjónustu í Skagafirði, ásamt því að úthluta því fé sem kynni að fást með slíkum samningum. Snorri Björn Sigurðsson kynnti forsögu málsins ásamt þeim hugmyndum sem að baki liggja. Nokkrar umræður urðu um samningsmarkmið og verkefni sem unnið skyldi að. Eftir nokkrar umræður kom fram tillaga um að fela formanni og varaformanni, ásamt sveitastjóra, að ganga til samninga við INVEST og var tillagan samþykkt.
  2. Formaður kynnti bréf frá Ferðamiðstöð Skagafjarðar, dagsett þann 21.júlí 2000. Í bréfinu er óskað eftir sameiginlegum fundi stjórnar Ferðamiðstöðvarinnar og Atvinnu- og ferðamálanefndar #GL..svo fljótt sem verða má..#GL. Samþykkt að fela formanni að hafa samband við Pétur Einarsson og velja fundartíma.
  3. Formaður kynnti bréf frá þremur einstaklingum þar sem þeir óska eftir styrk vegna kaupa á hljóðkerfi, ásamt viðræðum um leigu á kerfinu vegna opinberra samkoma á vegum sveitafélagsins. Samþykkt að vísa erindinu til Byggðaráðs Skagafjarðar.
  4. Engin önnur mál voru tekin til afgreiðslu.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Stefán Guðmundsson
Sveinn Árnason
Bjarni Ragnar Brynjólfsson
Brynjar Pálsson
Pétur Valdimarsson