Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

52. fundur 23. ágúst 2000
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar

Fundur  52 – 23.08.2000

 
Miðvikudaginn 23.ágúst árið 2000 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mættir: Stefán Guðmundsson, Brynjar Pálsson, Pétur Valdimarsson, Sveinn Árnason og Bjarni Ragnar Brynjólfsson.
 
DAGSKRÁ:
1.      Frá Byggðaráði:
a.       Erindi frá Jóni Eiríkssyni varðandi ferðir í Drangey.
b.      Erindi frá Ferðamiðstöð Skagafjarðar.
2.      Ráðstefna.
3.      Önnur mál.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Frá Byggðaráði.
a.        Tekið var fyrir bréf frá Jóni Eiríkssyni, dagsett að Fagranesi 9.8.2000, sem vísað var til nefndarinnar af Byggðaráði þann 17.8.2000.
Samþykkt var að fela formanni og varaformanni nefndarinnar að ræða við aðila málsins um lausn þess.
b.       Teknar voru fyrir þrjár áskoranir frá stjórn Ferðamiðstöðvar Skagafjarðar, samþykktar á stjórnarfundi þann 4.ágúst 2000, sem vísað var til nefndarinnar af Byggðaráði þann 17.8.2000.
Áskoranirnar voru ræddar og samþykkt að vinna að framgangi málsins á milli funda.
 
2.  Ráðstefna.
Formaður kynnti hugmynd sem komið hafði verið á framfæri við hann um ráðstefnu í Skagafirði.  Samþykkt var að kanna möguleika á framkvæmd hugmyndarinnar.
 
3.  Önnur mál.
            Engin önnur mál voru tekin fyrir.
Fleira ekki gert og fundi slitið.