Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 63 – 03.10.2001
Fundur 63 – 03.10.2001
Miðvikudaginn 3. október árið 2001 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mættir: Brynjar Pálsson, Bjarni Ragnar Brynjólfsson, Stefán Guðmundsson, Sveinn Árnason og Ingibjörg Hafstað.
DAGSKRÁ:
1. Málefni Skógræktar ríkisins, Reykjarhóli.
2. Á fundinn koma fulltrúar Fiskiðju og Steinullarverksmiðju o.fl.
v/flutningsmála.
3. Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
1. Formaður skýrði frá stöðu mála vegna Skógræktar ríkisins, Reykjarhóli við Varmahlíð.
2. Á fundinn komu Einar Einarsson framkv.stj. Steinull, Jón E. Friðriksson framkv.stj. FISK og Magnús Svavarsson framkv.stj. Vörumiðlunar. Kynntu þeir kostnaðarhækkanir vegna flutninga fyrirtækjanna. Eftir umræður samþykkti nefndin eftirfarandi: Formanni falið að leita frekari upplýsinga um auknar álögur vegna flutninga að og frá landsbyggðinni, ásamt því að leita eftir víðtæku samstarfi um aðgerðir til lækkunar flutnings kostnaðar.
3. Önnur mál engin.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Bjarni Ragnar Brynjólfsson ritar