Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

69. fundur 23. apríl 2002
 Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  69 – 23.04.2002

Þriðjudaginn 23. apríl árið 2002 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
  
         Mætt: Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Ingibjörg Hafstað, Stefán Guðmundsson og Sveinn Árnason.
DAGSKRÁ:
        1.          Upplýsingamiðstöðin – Ferðamálafulltrúi: samningur við
                Atvinnuþróunarfélagið Hring.
        2.          Bréf frá Steini Kárasyni.
        3.          Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:
1.      Margeir Friðriksson mætti á fundinn.  Rætt um samning við Atvinnuþróunarfélagið Hring varðandi annars vegar starf ferðamálafulltrúa og hins vegar um rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð.  Margeiri og  Stefáni falið að gera drög að samningi, sem lagður verði fyrir nefndina til samþykktar á næsta fundi.  Margeir vék af fundi.
2.      Borist hefur bréf frá Steini Kárasyni, þar sem gerð er grein fyrir þætti sem sýndur var í danska sjónvarpinu.  Þátturinn var m.a. um skagfirska hesta og sýnt var frá sigi og eggjatöku í Drangey.  Bent er á að Skagfirðingar geti nýtt sér umfjöllun sem þessa við markaðssetningu á þeim lystisemdum, sem Skagafjörður hefur að bjóða dönskum ferðamönnum.
3.      Formaður upplýsti að skógræktarstöðin í Varmahlíð yrði starfrækt í sumar á sama hátt og verið hefur.  Rætt um samstarf sveitarfélaga við Tröllaskaga varðandi nýtingu hans með tilliti til ferðaþjónustu.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
                                    Einar Gíslason ritar fundargerð