Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

12003. fundur 07. janúar 2003
Atvinnu- og ferðamálanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Fundur í Ráðhúsinu 7. janúar 2003

 
DAGSKRÁ: 
  1. Kynningarmál. Ferðamálafulltrúi kemur á fundinn.
  2. Rafrænt samfélag. Kristbjörn Bjarnason kemur á fundinn.
  3. Úttekt og samanburður á raforkuverði fyrir og eftir sölu á Rafveitu Sauðárkróks.
  4. Markaðsskrifstofa Norðurlands.
  5. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR: 
1. Almenn umræða um kynningarmál. Rætt um útgáfu á kynningarefni fyrir ferðaþjónustu í
    sveitarfélaginu. Miðað við að kynningarbæklingur um Skagafjörð verði endurútgefin lítið
    breyttur. Kostnaður áætlaður um 350 þús. krónur. Ferðamálafulltrúi kynnti vinnu við
    undirbúning fyrir þáttöku í ferðasýningunni Ferðatorg og hugmyndir um fleiri verkefni.  

2. Rafrænt samfélag. Kristbjörn Bjarnason kynnti hugmyndir sínar um verkefnið og
    niðurstöður forathugunar um útfærslu á slíku verkefni. Atvinnu og ferðamálanefnd
    mælir með því að gengið verði til samninga við Kristbjörn (Hring) um að semja umsókn
    í samvinnu við sveitarfélagið varðandi þáttöku í verkefninu rafrænt samfélag, til
    Byggðastofnunar. 

3. Könnun á raforkuverði á Sauðárkróki. Formaður atvinnu og ferðamálanefndar hefur átt
    viðræður við Kristbjörn Bjarnason hjá Hring um úttekt og samanburð á raforkuverði
    fyrir og eftir sölu á Rafveitu Sauðárkróks í samræmi við samþykkt nefndarinnar frá
    30. september 2002. Fyrir liggur tilboð frá Hring (Kristbirni) um framkvæmd á
    úttektinni. Nefndin ákvað að mæla með því með tveimur atkvæðum að gengið verði
    að tilboðinu. Fulltrúi Framsóknarflokks, Jón Garðarsson sat hjá við afgreiðslu málsins. 

4. Markaðsskrifstofa Norðurlands. Verkefnið kynnt. Ákveðið að fela sveitarstjóra að
    fylgjast með málinu. 

5. Önnur mál. Rætt um drög að fjárhagsáætlun.  
Fleira ekki gert. Fundargerð samþykkt.                    Bjarni Jónsson ritaði fundargerð 
Bjarni Jónsson
Bjarn Egilsson
Jón Garðarsson