Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013
Málsnúmer 1209095
Vakta málsnúmerAtvinnu- og ferðamálanefnd - 85. fundur - 13.09.2012
Tekið fyrir bréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem bæjar- og sveitarstjórnum er gefinn kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 og skal umsókn send fyrir 28. september nk. Sigfúsi Inga falið að senda inn umsókn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012
Afgreiðsla 85. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 86. fundur - 14.11.2012
Samþykkt að leggja til sömu efnislegu breytingar og frá fyrra ári á reglugerð um úthlutun á byggðakvóta til fiskiskipa. Samþykkt að hvað vinnsluskyldu í sveitarfélaginu varðar verði miðað við 85% af því aflamarki sem fiskiskip fá úthlutað í gegnum byggðakvóta á tímabilinu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 295. fundur - 21.11.2012
Sigurjón Þórðarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, Sigurjón Þórðarson, leggur til þá tillögu að afgreiðslu þessa liðar verði frestað og málið fari til frekari vinnslu í Atvinnu- og ferðamálanefnd.
Greinargerð.
Hvergi í fundargögnum, og reyndar hvergi á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, er að finna heildstæða samantekt á þeim reglum sem ætlað er að nota til að skipta miklum verðmætum, sem felast í byggðakvóta, á milli útgerða í sveitarfélaginu. Óásættanlegt er að samþykkja reglur, sem ekki liggja ljósar fyrir, þannig að sveitarstjórnarfulltrúar og almenningur geta ekki lagt mat á það mál sem er til umfjöllunar. Það er ljóst að löndunarskyldan kemur mjög misjafnlega við útgerðir. Fiskiðjan er eina fiskvinnslan á Sauðárkróki og greiddi hún í ár langtum lægra verð en frjáls markaður var tilbúinn að greiða fyrir afla útgerða sem veiddu byggðakvóta. Umræddar kvaðir um 85% vinnsluskyldu hjá fiskvinnslu í sveitarfélaginu koma mjög mjög mismunandi niður á útgerðum, en þær sem eru á grásleppu hafa þegar uppfyllt umrædda 85% vinnsluskyldu á úthlutuðum byggðakvóta og geta þá fengið fullt markaðsverð fyrir afla sem fæst vegna úthlutaðs byggðakvóta. Gagnlegt er að vísa úthlutunarreglunum til umsagnar hjá hagsmunaaðilum, til að hægt verði að sníða af þeim augljósa vankanta.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum.
Afgreiðsla 86. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum. Sigurjón Þórðarson sat hjá.
Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, Sigurjón Þórðarson, leggur til þá tillögu að afgreiðslu þessa liðar verði frestað og málið fari til frekari vinnslu í Atvinnu- og ferðamálanefnd.
Greinargerð.
Hvergi í fundargögnum, og reyndar hvergi á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, er að finna heildstæða samantekt á þeim reglum sem ætlað er að nota til að skipta miklum verðmætum, sem felast í byggðakvóta, á milli útgerða í sveitarfélaginu. Óásættanlegt er að samþykkja reglur, sem ekki liggja ljósar fyrir, þannig að sveitarstjórnarfulltrúar og almenningur geta ekki lagt mat á það mál sem er til umfjöllunar. Það er ljóst að löndunarskyldan kemur mjög misjafnlega við útgerðir. Fiskiðjan er eina fiskvinnslan á Sauðárkróki og greiddi hún í ár langtum lægra verð en frjáls markaður var tilbúinn að greiða fyrir afla útgerða sem veiddu byggðakvóta. Umræddar kvaðir um 85% vinnsluskyldu hjá fiskvinnslu í sveitarfélaginu koma mjög mjög mismunandi niður á útgerðum, en þær sem eru á grásleppu hafa þegar uppfyllt umrædda 85% vinnsluskyldu á úthlutuðum byggðakvóta og geta þá fengið fullt markaðsverð fyrir afla sem fæst vegna úthlutaðs byggðakvóta. Gagnlegt er að vísa úthlutunarreglunum til umsagnar hjá hagsmunaaðilum, til að hægt verði að sníða af þeim augljósa vankanta.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum.
Afgreiðsla 86. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum. Sigurjón Þórðarson sat hjá.
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 87. fundur - 12.12.2012
Atvinnu- og ferðamálanefnd kynnt sú niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að það féllst á tillögur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar að breytingum á reglugerð nr. 628/2012 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012-2013.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012
Afgreiðsla 87. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.