Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

62003. fundur 28. ágúst 2003
Atvinnu- og ferðamálanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar
fundur í félagsheimilinu Ketilási 28. ágúst 2003 kl: 18:30
 
DAGSKRÁ:
 
  1. Málefni Loðskinns
  2. Samgöngubætur í austanverðum Skagafirði – áhrif á atvinnulíf
  3. Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi
  4. Önnur mál.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.   Málefni Loðskinns
Þorsteinn kynnir hugmyndir Kaupþings Búnaðarbanka og úttekt sem hann er að vinna á þeim. Vinnu við úttektina lýkur mánudagsmorgun 1. september. Ákveðið að ræða málið á fundi snemma í næstu viku.
 
2.   Samgöngubætur í Austanverðum Skagafirði – áhrif á atvinnulíf
Rætt um samgöngubætur. Eftirfarandi bókun var samþykkt af öllum nefndarmönnum:
 
Greiðar samgöngur milli Skagafjarðar og Eyjafjarðarsvæðisins og á milli Skagafjarðar og Siglufjarðar eru mikið hagsmunamál fyrir íbúa á þessu svæði og munu nýtast landsmönnum öllum.
Atvinnu- og ferðamálanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að beita sér fyrir því að gerð verði úttekt á áhrifum vegtengingar úr Fljótum yfir í Eyjafjörð og á milli Skagafjarðar og Siglufjarðar á atvinnu-, samfélags- og byggðalega þróun í Skagafirði og Fljótum sérstaklega.
 
3.  Markaðsskrifstofa Norðurlands
Þorsteinn ber kveðju frá Áskeli Heiðari Ásgeirssyni og tilkynnir um kynningarfund markaðsskrifstofunnar á Hótel Varmahlíð miðvikudaginn 3. september 2003 kl 12:00.   
 
  1. Önnur mál
      Engin önnur mál voru til umræðu.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundinn sátu Viðar Einarsson, Bjarni Jónsson, Jón Garðarsson og Þorsteinn Broddason.
Fundargerð samþykkt.
Þorsteinn Broddason ritaði fundargerð