Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

102003. fundur 09. október 2003
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur  – 09.10.2003.
 
Fundur í fundarsal Ráðhússins, fimmtudaginn 9. október 2003, kl. 16:00.
 
Dagskrá:
1)      Kynningarefni vegna Landsmóts UMFÍ 2004
2)      Skýrsla Stellu Hrannar Jóhannsdóttur um framtíðaruppbyggingu upplýsingamiðstöðvar í Skagafirði.
3)      Samningur við Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi – framhald.
4)      Kortagerð á Tröllaskaga, erindi frá Hjalta Þórðarsyni og Bjarna Kristófer Kristjánssyni.
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Kynningarefni vegna Landsmóts UMFÍ 2004.
Ómar Bragi framkvæmdastjóri Landsmóts mætti á fund og sagði frá því sem unnið er að varðandi kynningu landsmóts UMFÍ.
Sviðsstjóra falið að vinna með Ómari Braga að því að útbúa kynningarefni um Skagafjörð fyrir sambandsþing UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki 18.-19. okt. n.k.
 
2)      Framtíðaruppbygging upplýsingamiðlunar í Skagafirði.
Stella Hrönn Jóhannsdóttir mætti á fund og kynnti skýrslu sína um framtíðaruppbyggingu upplýsingamiðstöðvar í Skagafirði.
Miklar umræður urðu um innhald skýrslunnar og mörgum spurningum var beint til Stellu. 
Nefndin mun taka innhald skýrslunnar til nánari umfjöllunar á næstunni.
 
3)      Samningur við Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi – framhald.
Nefndin leggur til við Byggðarráð að það samþykki samning við Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi með breytingum sem nefndin hefur gert. 
Jón Garðarsson óskar að bókað sé að hann sitji hjá við afgreiðslu samningsins.
 
4)      Kortagerð á Tröllaskaga, erindi frá Hjalta Þórðarsyni og Bjarna Kristófer Kristjánssyni.
Nefndin fagnar því frumkvæði sem þeir Bjarni og Hjalti og aðrir, sem unnið hafa að kortagerð á Tröllaskaga, hafa sýnt.  Nefndin samþykkir að styrkja útgáfu á fyrsta gönguleiðakorti af Tröllaskaga um 100.000 kr.
Þá lýsir nefndin áhuga á því að skoða hugmyndir þeirra um frekari kortagerð á Tröllaskaga.
Jafnframt leggur nefndin áherslu á að samhliða kortlagningu gönguleiða verði kannaðir möguleikar kortlagningar reiðleiða.
 
Fundinn sátu Ómar Bragi Stefánsson, Stella Hrönn Jóhannsdóttir, Viðar Einarsson, Jón Garðarsson, Bjarni Jónsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.
Fundargerð samþykkt. Fleira ekki gert og fundi slitið.