Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

12004. fundur 24. febrúar 2004
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 24.02.2004.
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 24.02. 2004, kl. 16:00.
 
Dagskrá:
1)      Iðnnemasamningar FNV
2)      Nýsköpunarsjóður námsmanna 2004
3)      Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð
4)      Golfvöllurinn í Lónkoti
5)      Klasamyndun í Matvælaiðnaði
6)      Önnur mál.
 
Afgreiðslur:
 
1)      Iðnnemasamningar FNV
Fjallað um drög að samningum um verkþjálfun nemenda við FNV sem Þorsteinn Broddason kynnti.  Ákveðið að Þorsteinn og Áskell Heiðar vinni áfram með fulltrúum FNV og leggi fyrir næsta fund áætlun um kynningu málsins og drög að samningum.
 
2)      Nýsköpunarsjóður námsmanna 2004.
Lögð fram drög að samkomulagi við Nýsköpunarsjóð námsmanna fyrir árið 2004.  Samþykkt að ganga frá samningi við sjóðinn sem gerir ráð fyrir allt að 1.4 milljóna kr. framlagi frá Sveitarfélaginu Skagafirði.  Ennfremur verður óskað eftir því að nefndin fái ágrip af þeim verkefnum sem unnin verða.    Sviðsstjóra falið að vinna fréttatilkynningu um málið og kynna það.
 
3)      Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð
Áskell Heiðar fjallaði um Upplýsingamiðstöðina og boðaði drög að samningi við Ferðamálaráð um heilsársrekstur á næsta fundi.
 
4)      Golfvöllurinn 66° í Lónkoti.
Tekið fyrir erindi frá Ólafi Jónssyni í Lónkoti sem áður var vísað til Félags- og tómstundanefndar.  Nefndin vísar til fyrri afgreiðslu málsins frá 2.12. síðastliðnum og sér ekki fært að verða við erindinu.  Sviðsstjóra falið að svara erindinu.
 
5)      Klasamyndun í matvælaiðnaði í Skagafirði.
Þorsteinn og Áskell Heiðar kynntu fyrirhugaðan fund með fyrirtækjum í matvælaiðnaði.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45.
Fundinn sátu Viðar Einarsson, Jón Garðarsson, Bjarni Jónsson, Þorsteinn Broddason og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð. 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.