Atvinnu- og ferðamálanefnd
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur í Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, haldinn í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, miðvikudaginn 29.09.2004 kl. 15:30.
DAGSKRÁ:
1) Reiðleiðir í Skagafirði.
2) Grunnsjávarrannsóknir í Skagafirði. Samstarf Hafrannsóknastofnunar, Veiðimálastofnunar og Hólaskóla.
3) Hátæknisetur á Sauðárkróki.
4) Heilsársupplýsingamiðstöð fyrir Norðurland vestra í Skagafirði. Forstöðumaður kemur á fundinn.
5) Stærsta ferðamannasumar í Skagafirði frá upphafi, þýðing fyrir þjónustu og atvinnulíf í héraðinu.
6) Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
1) Reiðleiðir í Skagafirði.
Þessum lið frestað til næsta fundar.
2) Grunnsjávarrannsóknir í Skagafirði. Samstarf Hafrannsóknastofnunar, Veiðimálastofnunar og Hólaskóla.
Bjarni Jónsson kynnti efni viðræðna við Hafrannsóknastofnun um átaksverkefni í grunnsjávarrannsóknum í Skagafirði. Um er að ræða samstarfsverkefni á milli Hafrannsóknastofnunar og stofnanna í Skagafirði sem stunda fiskifræðirannsóknir og hafa þekkingu á vatna og sjávarvistfræði. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar hafa tekið vel í slíkar hugmyndir. Unnið er að rannsóknaáætlun og forgangsröðun verkefna ásamt því að fara yfir fjármögnunarmöguleika. Nefndin leggur mikla áherslu á að átak verði gert í sjávarrannsóknum í Skagafirði og telur samstarf þessara stofnanna árangursríka leið til þess.
3) Hátæknisetur á Sauðárkróki.
Form. nefndarinnar kynnti og fór yfir hugmyndir sem Sveinn Ólafsson prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands hefur sett fram varðandi hátæknisetur á Sauðárkróki, sem byggi á nýjustu tækni varðandi varmaaflsfræði, meðferð og geymslu vetnis, ásamt nanotækni ofl. Verkefnið byggi á verkefnum í þessum greinum og rannsóknaverkefnum masters og doktorsnema í eðlisfræði, og hátæknigreinum á þessum sviðum. Einnig er miðað við að námsefnisgerð tengist þessari starfsemi. Nefndin er sammála um að fá Svein á fund nefndarinnar og ræða frekar þær áhugaverðu hugmyndir sem hann hefur sett fram um hátæknisetur á Sauðárkróki.
4) Heilsársupplýsingamiðstöð fyrir Norðurland vestra í Skagafirði. Forstöðumaður kemur á fundinn.
Farið yfir drög að dagskrá fyrir formlega opnun heilsársupplýsingamiðstöðvar. Stefnt að því að hún geti orðið 23. október næstkomandi. Jakob starfsmaður upplýsingamiðstöðvar mun vinna áfram að málinu og kynna á næsta fundi nefndarinnar.
5) Stærsta ferðamannasumar í Skagafirði frá upphafi, þýðing fyrir þjónustu og atvinnulíf í héraðinu.
Rætt um vel heppnað ferðamannasumar í Skagafirði. Jakobi starfsmanni upplýsingamiðstöðvarinnar falið að vinna samantekt um sumarið.
6) Önnur mál.
Bréf til ráðherra menntamála og umhverfismála.
Nefndin hefur óskað eftir viðræðum við ráðherrana um uppbyggingu á Náttúrugripasafni Íslands í Skagafirði. Nefndin telur að safnið myndi sóma sér vel í héraðinu og að slík staðsetning myndi verða lyftistöng fyrir starfsemi safnsins og það starf sem er unnið á sviði náttúrufræða í Skagafirði.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50.
Fundinn sátuGísli Sigurðsson , Jón Garðarsson, Bjarni Jónsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundur – 29.09.2004
Fundur í Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, haldinn í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, miðvikudaginn 29.09.2004 kl. 15:30.
DAGSKRÁ:
1) Reiðleiðir í Skagafirði.
2) Grunnsjávarrannsóknir í Skagafirði. Samstarf Hafrannsóknastofnunar, Veiðimálastofnunar og Hólaskóla.
3) Hátæknisetur á Sauðárkróki.
4) Heilsársupplýsingamiðstöð fyrir Norðurland vestra í Skagafirði. Forstöðumaður kemur á fundinn.
5) Stærsta ferðamannasumar í Skagafirði frá upphafi, þýðing fyrir þjónustu og atvinnulíf í héraðinu.
6) Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
1) Reiðleiðir í Skagafirði.
Þessum lið frestað til næsta fundar.
2) Grunnsjávarrannsóknir í Skagafirði. Samstarf Hafrannsóknastofnunar, Veiðimálastofnunar og Hólaskóla.
3) Hátæknisetur á Sauðárkróki.
Form. nefndarinnar kynnti og fór yfir hugmyndir sem Sveinn Ólafsson prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands hefur sett fram varðandi hátæknisetur á Sauðárkróki, sem byggi á nýjustu tækni varðandi varmaaflsfræði, meðferð og geymslu vetnis, ásamt nanotækni ofl. Verkefnið byggi á verkefnum í þessum greinum og rannsóknaverkefnum masters og doktorsnema í eðlisfræði, og hátæknigreinum á þessum sviðum. Einnig er miðað við að námsefnisgerð tengist þessari starfsemi. Nefndin er sammála um að fá Svein á fund nefndarinnar og ræða frekar þær áhugaverðu hugmyndir sem hann hefur sett fram um hátæknisetur á Sauðárkróki.
4) Heilsársupplýsingamiðstöð fyrir Norðurland vestra í Skagafirði. Forstöðumaður kemur á fundinn.
Farið yfir drög að dagskrá fyrir formlega opnun heilsársupplýsingamiðstöðvar. Stefnt að því að hún geti orðið 23. október næstkomandi. Jakob starfsmaður upplýsingamiðstöðvar mun vinna áfram að málinu og kynna á næsta fundi nefndarinnar.
5) Stærsta ferðamannasumar í Skagafirði frá upphafi, þýðing fyrir þjónustu og atvinnulíf í héraðinu.
Rætt um vel heppnað ferðamannasumar í Skagafirði. Jakobi starfsmanni upplýsingamiðstöðvarinnar falið að vinna samantekt um sumarið.
6) Önnur mál.
Bréf til ráðherra menntamála og umhverfismála.
Nefndin hefur óskað eftir viðræðum við ráðherrana um uppbyggingu á Náttúrugripasafni Íslands í Skagafirði. Nefndin telur að safnið myndi sóma sér vel í héraðinu og að slík staðsetning myndi verða lyftistöng fyrir starfsemi safnsins og það starf sem er unnið á sviði náttúrufræða í Skagafirði.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50.
Fundinn sátu
Fundargerð lesin upp og samþykkt.