Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

12. október 2004
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur  – 12.10.2004
 
Fundur í Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, haldinn í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, fimmtudaginn 12.10.2004 kl. 16:00.
 
DAGSKRÁ:
1)      Reiðleiðir í Skagafirði.
Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingafulltrúi kemur á fund.
2)      Hátæknisetur á Sauðárkróki.
Sveinn Ólafsson kemur á fund.
3)      Gulu síðurnar – gagnagrunnur með upplýsingum um  þjónustu í Skagafirði á skagafjordur.is.  Erindi frá sviðsstjóra.
4)      Önnur mál.
 
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Reiðleiðir í Skagafirði.
Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingafulltrúi kom á fundinn og ræddi um reiðleiðir í Skagafirði og framtíðarskipulag þeirra mála.
 
2)      Hátæknisetur á Sauðárkróki.
Sveinn Ólafsson kom á fundinn og kynnti hugmyndir sínar um uppbyggingu hátækniseturs á Sauðárkróki.  Á fundinn komu einnig Valgeir Kárason, Björn Sighvats, Eiður Benediktsson og Gísli Árnason, kennarar við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Þorsteinn Broddason frá ANVEST og Jakob Þorsteinsson starfsmaður Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. 
Nefndin lýsir ánægju með hugmyndirnar og samþykkir að setja á fót vinnuhóp til að vinna með Sveini að hugmyndinni og taka frá allt að 200.000 kr. í að koma verkefninu á stað.
 
3)      Gulu síðurnar – gagnagrunnur með upplýsingum um  þjónustu í Skagafirði á skagafjordur.is.  Áskell Heiðar lagði fram minnisblað um rafræna spjaldskrá á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is sem sett yrði upp til að auðvelda íbúum aðgengi að upplýsingum um þjónustu fyrirtækja í sveitarfélaginu á einum stað, fyrirtækjunum að kostnaðarlausu.
Nefndin samþykkir að leggja 250.000 til verksins og felur Upplýsinga-miðstöðinni í Varmahlíð að vinna verkið.
 
4)      Önnur mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:48.
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Jón Garðarsson, Bjarni Jónsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð. 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.