Atvinnu- og ferðamálanefnd
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur – 30.11.2004.
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Safnahúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 30. nóvember 2004, kl. 16:00.
DAGSKRÁ:
1) Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi
2) Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
3) Kynning á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari atvinnuuppbyggingar.
4) Fjárhagsáætlun ársins 2005.
5) Þróun fyrirtækjaklasa á vestanverðum Tröllaskaga
6) Vinnustaðanám
7) Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
1) Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi
Stjórn Markaðsskrifstofunnar kemur til fundar og Kjartan Lárusson kynnti stöðu miðstöðvarinnar, verkefni og áherslur. Nokkrar umræður urðu um starf miðstöðvarinnar.
Stjórn MFN og Kjartan véku af fundi.
2) Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir frá Hólaskóla kom til fundar og ræddi um úttekt á Skagafirði sem ferðamannastað sem hún hóf vinnu við síðasta sumar. Áætluð verklok eru í maí 2005.
Rætt var um mikilvægi stefnumótunar fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði. Markaðs og þróunarsviði falið að vinna verkáætlun fyrir næsta fund og verður verkefnið rætt nánar á næsta fundi.
Guðrún vék af fundi.
3) Kynning á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari atvinnuuppbyggingar.
Þorsteinn Broddason atvinnuráðgjafi frá ANVEST kom til fundar og lagði fram til kynningar drög að markaðsáætlun fyrir Skagafjörð. umræður um málið.
Þorsteinn vék af fundi.
4) Fjárhagsáætlun ársins 2005.
Frestað til næsta fundar.
5) Þróun fyrirtækjaklasa á vestanverðum Tröllaskaga
Greinargerð frá Ívari Jónssyni og beiðni um styrk.
Atvinnu og ferðamálanefnd sýnir verkefninu áhuga en hvetur til að leitað verði breiðari þátttöku heimamanna í verkefninu. Jafnframt er óskað eftir að stuðningur Byggðastofnunnar við verkefnið verði tryggður.
6) Vinnustaðanám
Fréttatilkynning um vinnustaðanám lesinn. ákveðið að fela Sviðstjóra að kanna málið betur og kynna á næsta fundi.
7) Önnur mál
Jón Garðarsson óskar eftir upplýsingum um hvernig afgreiðsla bréfs frá Leiðbeiningamiðstöðinni þar sem óskað er eftir styrk og viðræðum um framkvæmd kynningar á iðnaðarkostum í Skagafirði gangi.
Fulltrúi frá Leiðbeiningamiðstöðinni verður boðaður á næsta fund til nánari viðræðna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Jón Garðarsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundur – 30.11.2004.
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Safnahúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 30. nóvember 2004, kl. 16:00.
DAGSKRÁ:
1) Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi
2) Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
3) Kynning á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari atvinnuuppbyggingar.
4) Fjárhagsáætlun ársins 2005.
5) Þróun fyrirtækjaklasa á vestanverðum Tröllaskaga
6) Vinnustaðanám
7) Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
1) Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi
Stjórn Markaðsskrifstofunnar kemur til fundar og Kjartan Lárusson kynnti stöðu miðstöðvarinnar, verkefni og áherslur. Nokkrar umræður urðu um starf miðstöðvarinnar.
Stjórn MFN og Kjartan véku af fundi.
2) Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir frá Hólaskóla kom til fundar og ræddi um úttekt á Skagafirði sem ferðamannastað sem hún hóf vinnu við síðasta sumar. Áætluð verklok eru í maí 2005.
Rætt var um mikilvægi stefnumótunar fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði. Markaðs og þróunarsviði falið að vinna verkáætlun fyrir næsta fund og verður verkefnið rætt nánar á næsta fundi.
Guðrún vék af fundi.
3) Kynning á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari atvinnuuppbyggingar.
Þorsteinn Broddason atvinnuráðgjafi frá ANVEST kom til fundar og lagði fram til kynningar drög að markaðsáætlun fyrir Skagafjörð. umræður um málið.
Þorsteinn vék af fundi.
4) Fjárhagsáætlun ársins 2005.
Frestað til næsta fundar.
5) Þróun fyrirtækjaklasa á vestanverðum Tröllaskaga
Greinargerð frá Ívari Jónssyni og beiðni um styrk.
Atvinnu og ferðamálanefnd sýnir verkefninu áhuga en hvetur til að leitað verði breiðari þátttöku heimamanna í verkefninu. Jafnframt er óskað eftir að stuðningur Byggðastofnunnar við verkefnið verði tryggður.
6) Vinnustaðanám
Fréttatilkynning um vinnustaðanám lesinn. ákveðið að fela Sviðstjóra að kanna málið betur og kynna á næsta fundi.
7) Önnur mál
Jón Garðarsson óskar eftir upplýsingum um hvernig afgreiðsla bréfs frá Leiðbeiningamiðstöðinni þar sem óskað er eftir styrk og viðræðum um framkvæmd kynningar á iðnaðarkostum í Skagafirði gangi.
Fulltrúi frá Leiðbeiningamiðstöðinni verður boðaður á næsta fund til nánari viðræðna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Jón Garðarsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.