Atvinnu- og ferðamálanefnd
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur – 02.12.2004.
Fundur – 02.12.2004.
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, fimmtudaginn 02. desember 2004, kl. 16:00.
DAGSKRÁ:
1) Fjárhagsáætlun ársins 2005.
2) Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
3) Kynning á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari atvinnuuppbyggingar.
4) Erindi frá Leiðbeiningarmiðstöðinni
5) Önnur mál
1) Fjárhagsáætlun ársins 2005.
2) Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
3) Kynning á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari atvinnuuppbyggingar.
4) Erindi frá Leiðbeiningarmiðstöðinni
5) Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
1) Fjárhagsáætlun ársins 2005.
Rætt var um fjárhagsáætlun fyrir atvinnu- og ferðamál á árinu 2005 og gengið frá tillögum til Byggðaráðs.
1) Fjárhagsáætlun ársins 2005.
Rætt var um fjárhagsáætlun fyrir atvinnu- og ferðamál á árinu 2005 og gengið frá tillögum til Byggðaráðs.
2) Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
Sviðsstjóri lagði fram minnisblað um stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir Skagafjörð. Vísað til umræðu um lið 3.
Sviðsstjóri lagði fram minnisblað um stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir Skagafjörð. Vísað til umræðu um lið 3.
3) Kynning á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari atvinnuuppbyggingar.
Nefndin samþykkir að setja til kynningar á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari atvinnuuppbyggingar kr. 2.500.000 af fjármagni af lið 13 á þessu ári. Þar af verði kr. 1.200.000 settar sérstaklega til stefnumótunar í ferðaþjónustu (sbr. lið 2 í fundargerð) og verði leitað til ferðamáladeildar Hólaskóla um að vera leiðandi í þeim hluta verkefnisins.
Vinna þessi byggist á Markaðsáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð sem unnin var að Þorsteini Broddasyni atvinnuráðgjafa ANVEST og lögð var fyrir nefndina á síðasta fundi. Áætluð verklok eru 1. des. 2005.
Sviðsstjóra falið að vinna að málinu ásamt atvinnuráðgjafa ANVEST.
Nefndin samþykkir að setja til kynningar á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari atvinnuuppbyggingar kr. 2.500.000 af fjármagni af lið 13 á þessu ári. Þar af verði kr. 1.200.000 settar sérstaklega til stefnumótunar í ferðaþjónustu (sbr. lið 2 í fundargerð) og verði leitað til ferðamáladeildar Hólaskóla um að vera leiðandi í þeim hluta verkefnisins.
Vinna þessi byggist á Markaðsáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð sem unnin var að Þorsteini Broddasyni atvinnuráðgjafa ANVEST og lögð var fyrir nefndina á síðasta fundi. Áætluð verklok eru 1. des. 2005.
Sviðsstjóra falið að vinna að málinu ásamt atvinnuráðgjafa ANVEST.
4) Erindi frá Leiðbeiningarmiðstöðinni
Fulltrúi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar komst ekki til fundar.
Fjallað var um bréf frá Leiðbeiningarmiðstöðinni þar sem óskað er eftir styrk og viðræðum um kynningu á iðnaðarkostum í Skagafirði.
Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við fulltrúa Leiðbeiningarmiðstöðvar um það með hvaða þætti umsókn miðstöðvarinnar getur fallið að þeirri vinnu sem nefndin hefur verið með í undirbúningi og þegar ákveðið að hrinda í framkvæmd (sbr. lið 3 í fundargerð).
Fulltrúi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar komst ekki til fundar.
Fjallað var um bréf frá Leiðbeiningarmiðstöðinni þar sem óskað er eftir styrk og viðræðum um kynningu á iðnaðarkostum í Skagafirði.
Nefndin felur sviðsstjóra að ræða við fulltrúa Leiðbeiningarmiðstöðvar um það með hvaða þætti umsókn miðstöðvarinnar getur fallið að þeirri vinnu sem nefndin hefur verið með í undirbúningi og þegar ákveðið að hrinda í framkvæmd (sbr. lið 3 í fundargerð).
5) Önnur mál
Voru engin.
Voru engin.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45.
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Jón Garðarsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.