Atvinnu- og ferðamálanefnd
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur – 18.01.2005
Fundur – 18.01.2005
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 18. janúar 2005, kl. 13:00.
DAGSKRÁ:
1) Samstarf við FNV um eflingu iðnnáms
2) Nýsköpunarsjóður námsmanna
3) Gagnaflutningsmál
4) Umsóknir til Ferðamálaráðs vegna umhverfismála
5) Bréf frá Menntamálaráðaneyti
6) Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1) Samstarf við FNV um eflingu iðnnáms
Rætt um samstarf við FNV um eflingu iðnnáms á síðasta ári. Samþykkt að óska eftir fundi með brautarstjórum iðnbrauta og forráðamönnum FNV um málið.
2) Nýsköpunarsjóður námsmanna
Lögð fram til kynningar þau ágrip sem borist hafa af verkefnum frá síðasta ári. Rætt um framhald samstarfs við Nýsköpunarsjóðinn og ákveðið að ræða við forráðamenn sjóðsins fyrir næsta fund.
3) Gagnaflutningsmál
Rætt um framtíðarhorfur í gagnaflutningsmálum í Skagafirði. Sviðsstjóra falið að afla frekari gagna um málið.
4) Umsóknir til Ferðamálaráðs vegna umhverfismála
Lögð fram til kynningar umsókn til Ferðamálaráðs varðandi endurbætur á umhverfi Arnarstapa sem sveitarfélagið stendur að. Einnig lagðar fram til kynningar fjórar aðrar umsóknir sem atvinnuráðgjafi og sviðsstjóri hafa unnið að.
5) Bréf frá Menntamálaráðaneyti
Lagt fram til kynningar bréf frá Menntamálaráðaneytinu varðandi erindi nefndarinnar dags. 23.11.2004 varðandi viðræður um uppbyggingu Náttúrugripasafni Íslands í Skagafirði. Í bréfinu kemur fram að unnið er að gerð nýrra laga um Náttúruminjasafn Íslands og á meðan þyki ekki tímabært að ákveða staðsetningu slíks safns.
Atvinnu- og ferðamálanefnd þakkar svarið og ítrekar boð um viðræður um staðsetningu og uppbyggingu Náttúruminjasafns í Skagafirði þegar vinnu við lagasetningu er lokið og/eða þegar ráðaneytið telur slíkar viðræður tímabærar.
Sviðsstjóra falið að svara erindinu.
6) Önnur mál.
Refaveiðar fyrir ferðamenn.
Jón Garðarson kynnti tillögur sínar um refaveiðar fyrir skotveiðimenn, undir eftirliti leiðsögumanna. Hugmyndin gengur út á að snúa við útgjaldaaukningu vegna minnka- og refaveiða yfir í tekjuöflun fyrir ferðaþjónustu með svipuðum hætti og gert er í hreindýraveiðum og laxveiðum.
Samþykkt að óska eftir viðræðum við landbúnaðarnefnd um málið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:45.
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Jón Garðarsson, Þorsteinn Broddason og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.