Atvinnu- og ferðamálanefnd
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur – 16.02.2005
Fundur – 16.02.2005
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 16. febrúar 2005, kl. 16:00.
DAGSKRÁ:
1) Samningur við Nýsköpunarsjóð námsmanna fyrir árið 2005
2) Tröllaskagastofa, erindi frá Sveini Rúnari Traustasyni
3) 100 ára afmæli mótorhjólsins, erindi frá Hirti L. Jónssyni
4) Erindi frá Félags- og tómstundanefnd varðandi áætlunarferðir á skíðasvæðið.
5) Fjármagn til atvinnusköpunar í Skagafirði.
6) Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1) Samningur við Nýsköpunarsjóð námsmanna fyrir árið 2005
Lögð fram og samþykkt drög að samningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Nýsköpunarsjóðs námsmanna um stuðning við nýsköpunarverkefni sem tengjast Skagafirði.
Nefndin samþykkir að leggja til verkefnisins allt að kr. 1.400.000 á þessu ári.
2) Tröllaskagastofa, erindi frá Sveini Rúnari Traustasyni
Lagt fram erindi frá Sveini Rúnari Traustasyni um Tröllaskagastofu þar sem farið er fram á að sveitarfélagið tilnefndi fulltrúa í stýrihóp um verkefnið.
Samþykkt að formaður nefndarinnar taki sæti fyrir hönd sveitarfélagsins í stýrihópnum.
3) 100 ára afmæli mótorhjólsins, erindi frá Hirti L. Jónssyni
Lagt fram erindi frá Hirti L. Jónssyni þar sem hann kynnir hugmyndir um að halda upp á 100 ára afmæli mótorhjólsins á Íslandi á Sauðárkróki 16-19 júní nk. Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að ræða við hlutaðeigandi og vinna að málinu.
4) Erindi frá Félags- og tómstundanefnd varðandi áætlunarferðir á skíðasvæðið.
Gunnar Sandholt sviðsstjóri Fjölskyldu- og þjónustusviðs kom til fundar og fylgdi eftir erindi frá Félags- og tómstundanefnd varðandi áætlunarferðir á skíðasvæðið í Tindastól. Nefndin samþykkir að leggja fram kr 30.000 af liðnum 13620 Ferðamál, þar sem um er að ræða afmarkað tilraunaverkefni sem lítur að markaðssetningu skíðasvæðisins sem ferðamannastaðar.
5) Fjármagn til atvinnusköpunar í Skagafirði.
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra um nýtingu á hluta af söluandvirði Steinullarverksmiðjunnar til atvinnumála í Skagafirði.
Nefndin ákveður að vísa málinu til byggðaráðs.
6) Önnur mál.
100 ára afmæli fyrsta skíðamóts á Íslandi í Fljótum.
Sviðsstjóri kynnti stöðu mála varðandi fyrirhugað afmælismót sem ráðgert er að halda í Fljótum í apríl. Skíðasamband Íslands vinnur að skipulagningu mótsins og var sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Heitt vatn út að austan
Jón Garðarsson gerði að umtalsefni stöðu leitar að heitu vatni út að austan, einkum í Hjaltadal. Rætt var um að skortur á heitu vatni standi uppbyggingu atvinnutækifæra og húshitun á svæðinu fyrir þrifum. Formanni falið að ræða við lykilaðila í málinu.
Sviðsstjóri kynnti stöðu mála varðandi fyrirhugað afmælismót sem ráðgert er að halda í Fljótum í apríl. Skíðasamband Íslands vinnur að skipulagningu mótsins og var sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Heitt vatn út að austan
Jón Garðarsson gerði að umtalsefni stöðu leitar að heitu vatni út að austan, einkum í Hjaltadal. Rætt var um að skortur á heitu vatni standi uppbyggingu atvinnutækifæra og húshitun á svæðinu fyrir þrifum. Formanni falið að ræða við lykilaðila í málinu.
Viðburðir í ferðaþjónustu á næstu mánuðum
Sviðsstjóra falið að kynna fyrir nefndinni á næsta fundi viðburði sem fram undan eru í ferðaþjónustu.
Upplýsingagjöf í ferðaþjónustu í sumar
Nefndin beinir því til fagráðs upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð að taka upp viðræður við KS um mögulegt samstarf varðandi miðlun upplýsinga fyrir ferðamenn í Ketilási á komandi sumri.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15.
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Jón Garðarsson, og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.