Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

12. apríl 2005
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur  – 12.04.2005
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 12. apríl 2005, kl. 13:00.
 
DAGSKRÁ:
1)      Samstarf við FNV um stuðning við þjálfun iðnnema og kynningarmál FNV.
2)      Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
3)      Hátæknisetur á Sauðárkróki
4)      Kynningaráætlun fyrir Skagafjörð.
5)      Sýningin Norðurland 2005 – þátttaka Skagafjarðar.
6)      Afmælismót Skíðasambands Íslands
7)      Gönguleiðakort af framsveitum Skagafjarðar.
8)      Önnur mál
 
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Samstarf við FNV um stuðning við þjálfun iðnnema og kynningarmál FNV.
Þorkell Þorsteinsson frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra kom til fundar og ræddi um kynningarmál skólans og þjálfun iðnnema.
Nefndin tekur vel í að koma að kynningarmálum skólans og felur sviðsstjóra að vinna að málinu fyrir næsta fund. 
 
2)      Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
Sviðsstjóri greindi frá stöðu stefnumótunarvinnu í ferðaþjónustu.
 
3)      Hátæknisetur á Sauðárkróki
Sveinn Ólafsson kom til fundar og kynnti stöðu vinnu við viðskiptaáætlun vegna Hátækniseturs á Sauðárkróki.  Nefndin lýsir ánægju með þær hugmyndir sem fyrir liggja og telur að í þeim liggi verulegir möguleikar á að byggja upp þróunarstarf á sviði hátækni í Skagafirði.
Ákveðið að vinna að því að afla hugmyndinni stuðnings og að undirbúa formlega kynningu á hugmyndinni sem ráðgert er að fram fari í lok maí.
 
4)      Kynningaráætlun fyrir Skagafjörð.
Sviðsstjóri greindi frá stöðu málsins.
 
5)      Sýningin Norðurland 2005 – þátttaka Skagafjarðar.
Nefndin ákveður að leggja allt að kr. 200.000 til þátttöku sveitarfélagsins í sýningunni Norðurland 2005 á Akureyri í maí.  Sviðsstjóra falið að vinna að málinu.
 
6)      Afmælismót Skíðasambands Íslands
Sviðsstjóri greindi frá því að móti sem Skíðasamband Íslands ætlaði að halda í apríl til að minnast 100 ára afmælis fyrsta skíðamótsins á Íslandi sem var í Fljótum hafi verið frestað til hausts.
 
7)      Gönguleiðakort af framsveitum Skagafjarðar.
Sviðsstjóri greindi frá stöðu málsins.  Stefnt er að útgáfu kortsins í upphafi sumars.
 
8)      Önnur mál
 
Tröllaskagastofa
Bjarni sagði frá fundi í vinnuhóp um Tröllaskagastofu, þar sem m.a. var rætt um kortagerð, ferðaþjónustu og fleira.
 
Upplýsingamiðlun á Ketilási
Bjarni ræddi mikilvægi þess að efla upplýsingamiðlun á Ketilási og víðar.
 
Klasar og frumkvöðlanámskeið
Þorsteinn sagði frá fundi um klasasamstarf á morgun og mjög vel heppnuðu frumkvöðlanámskeiði um síðustu helgi.
 
Merkingar á sögustöðum
Sviðsstjóri ræddi um merkingar á sögustöðum m.a. við Grettislaug.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20.
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Jón Garðarsson, Þorsteinn Broddason og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð. 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.