Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

13. maí 2005
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur  – 13.05.2005
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
föstudaginn 13.05.2005, kl. 16:00.

DAGSKRÁ:

1) Hátæknisetur á Sauðárkróki
2) Starfsnám í Skagafirði – stuðningsnet fyrir ungmenni í atvinnuleit.
3) Upplýsingamiðstöð ferðamála – sumarið framundan
4) Undirbúningur að gagnasöfnun um ferðaþjónustu og þjónustu henni tengdri í Skagafirði fyrir árið 2005
5) Tilraun með nýungar í bleikjueldi
6) Háhraða tölvutengingar í dreifbýli Skagafjarðar
7) Jónsmessuhátíð í Hofsósi
8) Önnur mál

AFGREIÐSLUR:
1) Starfsnám í Skagafirði – stuðningsnet fyrir ungmenni í atvinnuleit.
Staðgengill sviðsstjóra greindi frá hugmyndum um stuðningsnet fyrir ungmenni í Skagafirði.  Sviðsstjóri Fjölskyldu- og þjónustusviðs kom á  fundinn til að kynna sjónarmið sviðsins. Fjármagn vantar til launa vegna leiðbeinenda, ýmsan efniskostnað og mótframlag vegna launa ungmenna. Nefndin telur verkefnið jákvætt og er tilbúin að kanna möguleika á því að koma að verkefninu í samstarfi við aðrar nefndir og þá á þeim forsendum að það styrki atvinnu ungs fólks, bæti aðgengi að ferðamannastöðum og styðji uppákomur og viðburði í héraðinu. 

2) Hátæknisetur á Sauðárkróki
Sveinn Ólafsson kynnti drög að að skýrslu um skipulag og hugmyndir að baki Hátækniseturs á Sauðárkróki. Einnig fór hann ásamt Þorsteini Broddasyni atvinnufulltrúa SSNV yfir tillögur að fjármögnun verkefnisins. Formaður nefndarinnar sagði frá fundi sem hann, Sveinn og sviðsstjóri áttu með rektor Háskóla Íslands. Undirtektir forsvarsmanna HÍ gagnvart þátttöku í verkefninu hafa verið mjög góðar. Sveinn og Þorsteinn gera ráð fyir að ganga frá skýrslu og rektraráætlun um verkefnið fyrir 1. júní. Stefnt er að kynningu á verkefninu fyrir sveitarstjórn í byrjun júní.

3) Upplýsingamiðstöð ferðamála – sumarið framundan
Forstöðumaður sat fyrir svörum og gerði m.a. grein fyrir hvaða starfsfólk hefur verið ráðið í sumar og helstu verkefnum sem unnið er að þessi misserin. Sérstaklega var rætt um tilhögun upplýsingamiðlunar á Norðurlandi vestra. Forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar var falið að gera grein fyrir því á næsta fundi um leiðir í upplýsingamiðlun á svæðinu, einkum í Ketilás.

4) Undirbúningur að gagnasöfnun um ferðaþjónustu og þjónustu henni tengdri í Skagafirði fyrir árið 2005
Forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvarinnar sagði frá því að gagnasöfnunin tengdist stefnumótuninni í ferðaþjónustunni sem Hólaskóli er að vinna að. Fundarmenn lögðu áherslu á að gerð væri könnun á viðhorfum og ferðamynstri ferðamanna á svæðinu til að geta betur gert sér grein fyrir mikilvægi greinarinnar fyrir héraðið.

5) Tilraun með nýungar í bleikjueldi
Formaður sagði frá erindi frá Ólafi Ögmundssyni um blekjueldi. Nefndin telur verkefnið áhugavert og óskaði eftir því að fá Ólaf á fund til að gera frekari grein fyrir því.

6) Háhraða tölvutengingar í dreifbýli Skagafjarðar
Formaður kynnti erindi frá Þórarni Leifssyni um tölvutengingar í dreifbýli. Þessi mál hafa verið til skoðunar hjá nefndinni undanfarið og fagnar hún áhuga Þórarins á málinu. Nefndin  felur sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að fara betur yfir tillögur Þórarins og hvernig þær geta tengst hugmyndum nefndarinnar um bætta gagnaflutninga í héraðinu.

7) Jónsmessuhátíð í Hofsósi
Formaður kynnti umsókn um styrk vegna kynningar á Jónsmessuhátíð í Hofsósi. Jónsmessuhátíðin hefur styrkt sig í sessi árlegur viðburður og skiptir miklu máli fyrir ferðaþjónustu og héraðið í heild. Aðdáunarvert er hve vel hefur verið staðið að verki.  Samþykkt var að styrkja verkefnið um 100.000 kr.

8) Önnur mál

Þátttaka á fundi á Akureyri um Ferðaþjónustuklasa á Norðurlandi
Þorsteinn sagði frá því að Jakob og hann hefðu farið á fund um ferðaþjónustuklasa á Norðurlandi á Akureyri fyrir skömmu. Þar var mikið ræt um aukið samstarf í greininni og hvernig væri hægt að byggja það upp.

Refaveiðar
Jón ræddi stöðu mála varðandi áður fram komnar hugmyndir um að tengja refaveiðar sem fram færu undir ströngu eftirliti við ferðaþjónustu. Nefndin hefur átt fund með Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins um málið. Jón lagið áherslu á að áfram verði unnið að útfærslu á þessum hugmyndum. 

Aðgangur að þriggja fasa rafmagni í dreifbýli í Skagafirði
Umræður urðu um aðgengi bænda að þriggja fasa rafmagni í Skagafirði. Nefndin telur óviðunandi að bændur skuli ekki hafa almennari aðgang að þriggja fasa rafmangi og telur það mikið hagsmuna og búsetumál að úr því sé bætt. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að beita sér fyrir úrbótum í aðgengi að rafmagni til atvinnustarfsemi út um héraðið og að aðgengi bænda að þriggja fasa rafmagni verði tryggt. Sviðstjóra Markaðs og þróunarsviðs falið að kanna stöðu þessara mála í héraðinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.50.
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Jón Garðarsson, Þorsteinn Broddason og Jakob Frímann Þorsteinsson sem ritaði fundargerð. Sveinn Ólafsson og Gunnar Sandholt komu á fundinn undir lið 1 og 2.. 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.