Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, fimmtudaginn 16.06.2005, kl. 13:00.
Dagskrá:
1) Samstarfsverkefni um miðlun fornleifarannsókna og sögustaða í Skagafirði.
2) Tilraun með nýungar í bleikjueldi
3) Framfaramál í Fljótum
4) Kortagerð af norðanverðum Tröllaskaga
5) Hátæknisetur á Sauðárkróki
6) Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Samstarfsverkefni um miðlun fornleifarannsókna og sögustaða í Skagafirði.
Ragnheiður Traustadóttir og Guðný Zoega komu til fundar og ræddu um stöðu mála varðandi uppbyggingu vefsjár fyrir fornleifar, sögustaði og ferðaþjónustu í Skagafirði. Áætlað er að verkefnið fari af stað í næsta mánuði. Nefndinni líst vel á þær hugmyndir sem fyrir liggja og mun fylgjast áfram með málinu.
Ragnheiður og Guðný viku af fundi.
2. Tilraun með nýungar í bleikjueldi
Ólafur Ögmundarson kom til fundar og kynnti hugmyndir sínar um lífrænt bleikjueldi sem áður voru á dagskrá nefndarinnar 13. maí sl. Nefndin tekur vel í hugmyndir Ólafs og ákveður að styrkja verkefnið um kr. 250.000.
Ólafur vék af fundi.
3. Framfaramál í Fljótum
Umfjöllun frestað.
4. Kortagerð af norðanverðum Tröllaskaga
Lagt fram erindi frá Kjartani Bollasyni þar sem sótt er um kr. 200.000 til áframhaldandi kortagerðar á Tröllaskaga í samstarfi við önnur sveitarfélög á svæðinu. Nefndin samþykkir erindið.
5. Hátæknisetur á Sauðárkróki
Skýrsla Sveins Ólafssonar um Hátæknisetur á Sauðárkróki lögð fram til kynningar.
6. Önnur mál - Voru engin
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00.
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, María Sævarsdóttir og Áskell Heiðar Ásgeirsson, sem ritaði fundargerð. Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundur – 16.06.2005
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, fimmtudaginn 16.06.2005, kl. 13:00.
Dagskrá:
1) Samstarfsverkefni um miðlun fornleifarannsókna og sögustaða í Skagafirði.
2) Tilraun með nýungar í bleikjueldi
3) Framfaramál í Fljótum
4) Kortagerð af norðanverðum Tröllaskaga
5) Hátæknisetur á Sauðárkróki
6) Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Samstarfsverkefni um miðlun fornleifarannsókna og sögustaða í Skagafirði.
2. Tilraun með nýungar í bleikjueldi
Ólafur Ögmundarson kom til fundar og kynnti hugmyndir sínar um lífrænt bleikjueldi sem áður voru á dagskrá nefndarinnar 13. maí sl. Nefndin tekur vel í hugmyndir Ólafs og ákveður að styrkja verkefnið um kr. 250.000.
Ólafur vék af fundi.
3. Framfaramál í Fljótum
Umfjöllun frestað.
4. Kortagerð af norðanverðum Tröllaskaga
Lagt fram erindi frá Kjartani Bollasyni þar sem sótt er um kr. 200.000 til áframhaldandi kortagerðar á Tröllaskaga í samstarfi við önnur sveitarfélög á svæðinu. Nefndin samþykkir erindið.
5. Hátæknisetur á Sauðárkróki
Skýrsla Sveins Ólafssonar um Hátæknisetur á Sauðárkróki lögð fram til kynningar.
6. Önnur mál - Voru engin
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00.
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, María Sævarsdóttir og Áskell Heiðar Ásgeirsson, sem ritaði fundargerð. Fundargerð lesin upp og samþykkt