Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

28. febrúar 2006
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 28.02. 2006

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 28.02.2006, kl. 8:30.

DAGSKRÁ:

 
1)      Vefsjá í Skagafirði
2)      Möguleikar á nýsköpunarverkefnum sem tengjast trefjaiðnaði á Sauðárkróki
3)      Önnur mál.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1)      Vefsjá í Skagafirði
Tekið fyrir tilboð frá veffyrirtækinu Gagarín varðandi Vefsjá fyrir Skagafjörð sem lagt var fram á síðasta fundi.  Samþykkt að leggja kr. 300.000 til verksins og sviðsstjóra jafnframt falið að leggja fram skriflegan samning milli Hólarannsóknar, Byggðasafns Skagfirðinga og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmd verkefnisins á næsta fundi.
 
2)      Möguleikar á nýsköpunarverkefnum sem tengjast trefjaiðnaði á Sauðárkróki
Einar Einarsson framkvæmdastjóri Steinullar hf. kom til fundar til að ræða möguleika tengda mögulegum trefjaiðnaði á Sauðárkróki.  Nefndin ákveður að vinna áfram að því að kanna alla möguleika í þessum iðnaði og eiga samstarf við Steinull í þeim málum.  Ennfremur var ákveðið að kanna möguleika á því að senda fulltrúa á alþjóðlega sýningu um trefjaiðnað í París í næsta mánuði.
 
3)      Önnur mál.
Voru engin
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Jón Garðarson, Bjarni Jónsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð. 
 Fundargerð lesin upp og samþykkt.