Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur – 04.04. 2006
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
þriðjudaginn 04.04.2006, kl. 8:30.
DAGSKRÁ:
1) Stefnumótun í ferðaþjónustu
2) Málefni Sjóskips ehf. í Hofsósi – erindi frá Byggðarráði
3) Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
1) Stefnumótun í ferðaþjónustu
Lögð fram Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði, unnin að ferðamáladeild Hólaskóla.
Nefndin samþykkir stefnuna fyrir sitt leiti og samþykkir jafnframt að hún verði kynnt fyrir sveitarstjórnarfulltrúa n.k. fimmtudag kl. 15:00.
Ennfremur þakkar nefndin ferðamáladeild Hólaskóla fyrir vönduð vinnubrögð.
2) Málefni Sjóskips ehf. í Hofsósi – erindi frá Byggðarráði
Tekið fyrir erindi frá byggðarráði frá 21.03. 2006 þar sem ráðið samþykkir að styrkja fyrirtækið Sjóskip ehf. vegna atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar á Hofsósi, en felur Atvinnu- og ferðamálanefnd að útfæra málið nánar og leggja fyrir fund byggðarráðs 4. apríl.
Lagt fram erindi frá Sjóskip ehf. dags. 02.04.2006 þar sem fyrirtækið óskar eftir styrk til markaðssetningar og vöruþróunar vegna útflutnings á heilsusnakki.
Lagðar fram tillögur frá Bjarna Jónssyni varðandi stuðning og frumkvöðlastarf Sjóskipa ehf. í Hofsósi.
Atvinnu- og ferðamálanefnd felur formanni að kynna Byggðarráði stöðu málsins. Stefnt skal að því að afgreiða tillögur frá nefndinni á næsta fundi.
3) Önnur mál
Voru engin
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson,
Fundargerð lesin upp og samþykkt.